Spilabandið Runólfur spilar sem aldrei fyrr…

Vinsamlegast lesið þetta og látið ganga til sem flestra…takk.

Á laugardaginn næstkomandi, nánar tiltekið 10. júní mun funk-hljómsveitin Spilabandið Runólfur standa fyrir allhressum viðburði.

Þá mun sveitin reyna að setja heimsmet í að spila lagið “Chameleon” eftir Herbie Hancock.

Stefnt verður á að spila lagið (sem venjulega tekur 4 - 20 mín. í flutningi) í HEILA 6 KLUKKUTÍMA.

Tónleikarnir verða á tennisvellinum við Víðistaðatún, Hafnarfirði, og hefst skemmtunin á slaginu 14:00 og stendur vonandi yfir til rúmlega klukkan 20:00.

Hugsanlega léttar veitingar í boði og gestasólóleikarar hvattir til að koma og taka svona eitt sóló með okkur.

Mætið og sjáið einstakan atburð.