Ég var í gær í vinnunni og það var ekkert að gera þannig að ég fór að lesa tímarit. Svosem ekki frásögur færandi nema af því að ég rakst á gamalt Séð og Heyrt blað þarsem sprautufíklar töluðu um reynslu sína. Þau lýstu því hvernig þau stunduðu að sprauta sig á hverjum degi, og hvað þau gætu ekki losað sig við fíknina. Þau þurfa iðulega að leita upp á spítala og þá fá þau lélega þjónustu af því að þau eru sprautufíklar, þarsem sjúklingum á spítölunum er flokkað eftir stéttum; hinir almennu sjúklingar efst, geðsjúklingar númer tvö og fíkniefnaneytendur neðst í lagskiptingunni.
Ég fór að hugsa, mikið er ég með mikið samviskubit yfir því að hafa alltaf hugsað um sprautufíkla sem aumingja og þriðja flokks manneskjur. Þetta hlýtur að vera rosalega erfitt.