Já, í dag var góður dagur fyrir Hugara. Lunkinn Hugari (sem ég sjálfur hef reyndar ekkert álit á umfram aðra) varð fyrir slíku ofviðri skítkasts og ræfilsháttar að minni maður hefði kiknað undan og fundið sér nýja kennitölu, en kom þess í stað á óvart og svaraði fyrir sig með góðum skotum bæði ofanbeltis og neðan. Sérdeilis skemmtilegt þótti mér að sjá þá sem verr voru máli farnir væla og grenja yfir því að málfar Hrannars væri þeirra skilingi ofvaxið.
Þar sem ég sjálfur á það til að rita í eilítið tyrfnara máli en hinn vanalegi hugari (þar eð, ég nota óskaplega fáar “CS-Styttingar” og geri mitt besta til að skrifa hreint og fagurt mál. Það virðist ekki vera “inn” núna að kunna sitt eigið tungumál) hló ég dátt og mikið að þessum klénu smásálum og bendi þeim hér með á að Íslendingar tala íslensku og það er ekkert að því að hafa mikinn og góðan orðaforða. Annað er ræfilskapur og kerlingarháttur (að mínu mati, að sjálfsögðu).

Hitt skemmtilega í þessu máli er sú frægð sem HrannarM hefur öðlast yfir næstu 15 mínútur. Nú er um að gera fyrir Hrannar að hamra járnið á meðan það er heitt og t.d. prenta boli með einhverjum skemmtilegum áletrunum eins og “Er einhver sem bannar? Ekki Hrannar!”, “Það byrjar á Há og endar á Emm” eða jafnvel “Gelgjur eru vitgrannar, en ekki Hrannar!”. 20$ á bolinn á cafepress.com og milljónirnar munu velta inn á borð innan tíðar. Einnig ber að hugsa um allar þeir grúppíur sem munu hugsa “hver er þessi Hrannar sem er svo vel máli farinn? Ætli hann sé stæltur og með maga eins og þvottabretti?”. Það er því ekki úr vegi fyrir Hrannar núna að koma sér upp ítarlegri heimasíðu með upplýsingum um sjálfan sig svo grúppíur geti sótt hann heim á sem auðveldastan máta.

Jæja, þá læt ég mínum hugleiðingum um þetta mál lokið í bili og er það mín einskæra von að úr þessu skapi vitrænar og skemmtilegar umræður.

Að sjálfsögðu geri ég mér einnig grein fyrir því að líkurnar á því eru sama og engar.
<br><br><a href="http://www.atlividar.com">point profess your excellency</a