Persónulega er ég búinn að fá yfirdregið nóg af “fullorðnu” fólki sem gerir ekkert annað en að væla hve tölvur eru óhollar og hve leikir spilla fólki. Þetta fólk veit hreinlega ekkert hvað það er að tala um og getur ekkert sætt sig við það að nýjir tímar hafa gengið í garð. Fullorðir fólk sem spilar tölvuleiki geta ekki ráðið við neitt nema mesta lagi kapla eða Championship Manager. Það ræður einfaldlega ekki við spennuna og hasarinn sem koma fram í leikjum, það að skjárinn hreyfist allur en ekki bara músin er bara eins og galdrar í þeirra augum. Það að krakkar séu að spila leiki bannað inná 18 ára er kanski eithvað sem mögulega þarf að kanna hjá hverjum krakka fyrir sig en þetta er ekki eins hjá öllum, samt eru langflestir sem ekkert hrærast af þessum ofbeldisfullu leikjum. Foreldrar ættu líka að sjá góðu hliðina á því að krakkar spili mikið af tölvuleikjum og ofbeldisfullum, það er nefnilega ágætis ástæður fyrir því að foreldrar gætu tekið undir það að börn fái að vera í tölvunni: Að spila tölvuleiki er rosalega gaman :) það er líka gott til að komast frá “raunveruleikanum”, það er hægt að prófa marga hluti sem ekki eru til í alvörunni eða ekki má eða er hægt, þetta er bætir í flestum tilfellum rökræna hugsun einbeitingu viðbrögð og ímyndunnarafl og það er ekki hægt að slasast líkamlega þannig að þetta er skárra en að beita útrásinni, sem svo margir strákar hafa, á lifandi fólk þ.e.a.s. lenda í slagsmálum.
Ég segi bara ekki bögga tölvuleiki ef þið vitið ekkert hvað þið eruð að tala um!