Jafnvel þó að við tínum ljósinu, þá er það alltaf til staðar þó svo að við neitum að sjá það. Mér varð hugsað til þín þegar að góð vinkona benti mér óbeint á heimasíðuna vegurinntilljossins.is, auðvitað hélt ég að hún væri búin að missa það, en þá fór ég að lesa um flæðið og það fékk mig til þess að hugsa, ef að maðurinn er orka og tíminn afstæð orka og allur hemurinn sé orka hvers vegna nýtum við okkur ekki það til þess að skapa betri flæði í kring um okkur.

Við gengum frá BSÍ og niðrí bæ og á vegi okkar urðu margir einstaklingar, allir með eitthvað á prjónunum hvort sem að þeir voru að skokka eða bara í labbitúr, auðvitað kastaði vinkonan kveðju á alla sem á vegi hennar urðu enda er
hún ekki vön að gera neinn mannamun, það skrítna við þetta var að það var eins og fólk væri illa í stakk búið að taka við hrósi frá ókunnugri manneskju, hvers vegna ? Af hverju erum við svona vond við hvort annað, hvað fær fólk til þess að fremja voðaverk eins og hryðjuverk, fara í stríð og réttlæta það síðan með trú sinni.

Hvað get ég svo sem dæmt þessa einstaklinga sem að við mættum, sjálfur er maður ekkert alltof opin en núna er ég búin að reyna að bæta úr því, vera betri manneskja, fylgja flæðinu en ekki synda upp á móti straumnum eins og allir hinir. Þegar ég var að vinna með fötluðum þá komst ég að því að það besta í þessu lífi er tilfinningin þegar að þú ert að láta öðrum líða vel, þessi afstaða mín til lífsins kom þó ekki í veg fyrir að ég gekk villuveg og gerði öðru fólki mein í staðin fyrir að horfa djúpt inn í sálina hjá mér og hugsa, af hverju er ég að þessu ?

Það er erfitt að setja sig í spor annarra, jafnvel þó að það sé fólk sem að þú þekkir eins og lófan á þér, málið er bara það að við mannfólkið erum ekkert í stakk búin til þess að fara að lifa einhverju mormónalífi, það er heldur enginn að fara fram á það, málið er bara þú ferð sáttur í rúmið ef að þú ert sáttur út í lífið og tilveruna, en ekki að naga naglaböndin yfir því hvort að löggan finni þinn eður ei. Til þess að verða sáttur við lífið þarftu ekki að eiga allt það nýjasta og vera í flottustu fötunum, hamingjan er ekki falin í þessum hlutum sama hvað þeir kosta, auðvitað er það yndislegt að geta verðlaunað sig eftir erfiðan mánuð með því að leyfa sér eitthvað en lífið á ekki að snúast um það.

Að kasta fallegri kveðju að ókunnugri manneskju jafnvel þó að það væri ekki nema að brosa til hennar eða segja góðan daginn fær mann til þess að vera sáttari við lífið, ég er ekkert heilagur og ég ver mig og mína með kjafti og klóm ef þess þarf, en ég set aldrei út klærnar af ástæðulausu, slíkt er skírt dæmi um að maður þurfi að leita til æðri máttar og ná sátt við sjálfan sig. Ef að stelpan í sjoppuni setur ekki tómatsósuna á réttan stað þá er hún svo mikið fífl að við tölum um það alla leiðina heim, getur verið að það höfum verið við sem að mismæltum okkur ?

Hugsunin virðist aldrei geta gengið það langt að líta í eigin barm og skoða sjálfan sig, sína sjálfsmynd og sín mistök, jafnvel þó að við myndum gera okkur grein fyrir að við höfum gert mistök þá myndum við ekki láta grípa okkur dauð við það að keyra til baka og biðja stelpuna í sjoppunni afsökunar, kærleikurinn er svarið við öllu það getur
enginn lifandi maður þrætt fyrir það, við þurfum ekki að skrifa langar vísindaskáldsögur með vangaveltum um að 42 sé svarið þegar það eina sem að við þurfum að gera er að líta djúpt inn í hjartað okkar, athuga hvað við sjáum á meðan mannfólkið hefur enþá hjarta!