Margir sem eru kannski að lesa þetta hafa misst einhver náinn, einhvern sem skiptir miklu máli, einhver sem er þess virði að gráta yfir. Svona líður kannski milljónir manns úti í heimi þar sem eru kannski stríð. Er ekki nóg að fólk deyji af einhverjum ástæðum sem er ekki okkur, fólkinu að kenna, þurfum við að drepa fleirri? Deyja ekki nóg af fólki á hverjum einasta dag? Ég spyr bara! Það eru margir fávitar úti í heimi sem halda vikilega að stríð séu góð. En við verðum að berjast á móti svona hlutum. Það er kannski ervitt að segja Bush fávita að hann sé að gera mjööög stór mistök, að drepa fólk í þúsunda tali. En lifi byltinginn!

En væri ekki gott að vita að einhverntíman í ókominni framtíð mundum við geta stoppað öll stríð, hent nauðgurum og pyndingamönnum í steinin og læknað þunglynda og geðveika, og auðvitað líka aðra sjúkdóma eins og krabbamein og hættulegar flensur. Væri ekki gaman að geta verið kannski á lífi þegar minnstað kosti eitthvað af þessu mundi gerast, bara til að vita að heimurinn getur verið hlýr og öruggur, geta fundið hamingju hjá fátæku fólki. Og geta komið í veg fyrir hungursneið með því að sleppa því að eyða peningum í stríð og eyða þeim frekar í hreynt vatn fyrir þá sem eru að deyja, bara af völdum óhreynts vatns.

Væri ekki gott ef við tækjum öll höndum saman og komið í veg fyrir þetta brjálæði. En þið eruð kannski að hugsa; já …ok það er gott, en á alldrei eftir að gerast. En, ok, er kannski bara eitthver stelpa sem veit ekkert hvað hún er að tala um, en ég veit að ég mun minnst að kosti gera eitthvað, ég mun reyna! Og ég vona að þið gerið ykkar besta líka!