Lífsviðhorf - er kúl að vera neikvæður? Það var einhver sem sagði mér okkurat um daginn að maður eyddi þrefalt meiri tíma í neikvæðar hugsanir heldur en jákvæðar og það getur alveg verið rétt. Núna hugsum við:“ekki ég”

Kannski er þetta þessi aldur sem ég er á, eða aðstæður fólksins í kringum mig, en sumir segja að ég sé jákvæður og lífsglaður og aðrir segja að ég sé hræðilega neikvæður. Lífið er frábært og við ættum ekki að eyða þessum dýrmæta tíma í að gagnrýna aðra, frekar bara að láta þá vera og gera eitthvað “gagnlegt” við tímann.

Það væri hægt t.d. að láta það vera ef eitthvað væri vont, skrýtið, undarlegt, fáránlegt eða afbrigðilegt og hrósa öllum ef þeir gera eitthvað rétt.

Ég held að við ættum öll að hugsa vel um hvað við erum að gera okkurat núna t.d. er þroskandi fyrir þig að gera þetta, er þetta skemmtilegt. Hvar seturðu strikið á milli tímasóunar og skemmtunnar?

Er það tímasóun hjá mér að skrifa þessa grein eða er þetta til að vekja fólk til umhugsunar? Hefur ekki alltaf verið jákvætt að vera jákvæður og neikvætt að vera neikvæður?

Er það orðið “kúl” að vera neikvæður?

Sum viðhorf sem ég fæ hérna eru jákvæð, en önnur neikvæð, ekki misskilja mig, ég meina ekkert sem ég segi illa!

Ég ætla að reyna að verða jákvæður áfram og finna mér eitthvað gott að gera við tímann minn. Mig langar t.d. ekki að eyða honum í fangelsi.

Ég er örugglega að gleyma einhverju því að það er hægt að ræða þetta endalaust.



P.S. enginn er fullkominn