Lesið þessa grein. Hún er dálítið löng en þess virði!
Ég var að horfa á einn South Park þátt á vídeó (tek þá alltaf upp)og þá tók ég eftir einni villu. Í þættinum þar sem Jenifer Aniston er í gestahlutverki, þá fara Stan, Kyle, Kenny og Cartman(hann heitir Eric, afhverju er hann ekki kallaður það? Kannski er Cartman bara fyndnara.?)í ferð til Kostaríku og í regnskógin með söng-og danskórnum Getting Gay With Kids, undir forystu kellingarinar sem Jenifer Aniston ljáir rödd sína. Þar eiga þeir að syngja(lipsinka)og dansa á samkomuni Save the rainforest. Þangað koma margir ríkir bandaríkjamenn til þess að kenna öðrum um vandan með regnskóginn. En fyrst fer kórin í ferð inn í regnskóginn. Þar villast þau. Svo, eftir dagslangt ráf í skóginum hefur Cartman fengið nóg og ákveður að fara í hina átina en hópurinn. En samt, á næstu hópmynd, þar sem hópurinn sést ganga um í skóginum sést í ljósbláu húfuna hans inni í miðjum hópnum! Dálítið skrítið! Og líka, Kenny deyr inni í regnskóginum, en svo þegar hópurinn er að dansa í Kostaríku er Kenny þarna að dansa með kærustuni sinni!(Þessi þáttur kom á undan þættinum þegar fólk í South Park fer að springa í loft upp. Keny sprak fyrstur. Stan og Kyle bundu Cartman á kross og ætluðu að láta hann deyja þar svo hann fengi “reisn” sem Kyle ætlaði að láta pabba sinn fá. Í lokin á þættinum var Cartman orðin grindhoraður. Hann hafði lifað í þrjár vikur á eigin fituforða! Ógeðslega góður þáttur!!
Maria KR.
- MariaKr.