Fyrst það er svona frekar lítið af greinum hér inni, datt mér að henda
inn frétt sem ég sá í DV í dag (23.jan).

Um að Teiknimyndarisinn Walt Disney eru nú víst í samningaviðræðum
við fyrirtækið Pixar.
Og ættlar Disney að reyna að kaupa fyrirtækið.
Samkvæmt Tímaritinu “Wall street journal” sagði frá því að yfirmenn
Disney ættla að láta hlutabréf úr fyrirtækinu í skiptum við Pixar.
En Pixar er metið að verðmæti 6,7 milljarða dollara.
Ef þessi samningur gengur nú upp hjá þessum köppum, mun forstjóri Pixar,
Steve Jobs sem er líka forstjóri hjá Apple, vera stærsti einstaki hluthafi í Disney fyrirtækinu.
En eins og flestir vita þá hafa Disney og Pixar átt í miklu samstarfi í
upphafi tíunda áratugarins og gerðu þeir nokkrar frábærar myndir saman,
þar á meðal Toy story 1 og 2, A bugs life, Finding nemo og The incredibles.
Árið 2004 slitnaði sambandið á milli Disney og Pixar og varð þá Steve Jobs að leita annað.
En hann og Michael Eisner sem er forstjóri disney áttu í miklum deilum.
Samstarfsslit fyrirtækjanna olli miklu tapi og töpuðu bæði fyrirtækin háar upphæðir.
En ef Pixar og Disney ná höndum aftur saman á ný munu þeir
öruglega verða guðir í teiknimyndabransanum.

Þetta að ofan er mikið tekið úr sjálfri fréttinni sem kom framm í DV.
En sjálfur hef ég ekkert skoðað netið né neitt til að sannreyna þessa frétt.
Því júh DV eru víst oft sakaðir um að búa til fréttir.
En það yrði frábært ef þessi tvö fyrirtæki ná saman.
Og vona að þeir geri sem flestar myndir þá.