Gargoyles(Steinþursarnir) Þegar ég var lítill þá lifði ég fyrir þessa þætti. Þessi þættir eru um steinþursa(fyrir þá sem ekki vita þá eru það nokkurs konar skrímsli sem verða að steini á daginn og lifna við á nóttuni)


ég ætla að lýsa aðalpersónunum aðeins ;)
Goliath, hann var foringinn hjá þeim, hann var þekktur fyrir að vera mjög hugrakkur,heiðarlegur og þar að auki mjög sterkur. Hutson, hann er orðinn svolítið gamall þannig að hann situr oftast við sjónvarpið, hann var einu sinni foringinn en þegar aldurinn fór að hrekkja á honum valdi hann golíat sem var miklu sterkari og yngri en hann. Lexington er lítill og horaður, hann er alltaf að læra eitthvað nýtt í tækniheiminum og er yfirleitt alltaf eitthvað að gramsa í tæknihlutum hann er ekki með neitt hár.. Brooklyn er rauður með hvítt hár hann hefur gaman af mótorhjólum. Broadway er feitur og blár með ljóst stutt hár. Hann er alltaf étandi það er að segja ef hann fær tækifæri til þess. Damona, hún og golíat voru einu sinni par, en svo þegar þeir voru allir gerðir að steini þangað til að kastalinn rís upp fyrir skýin, þá var hún ennþá lifandi ég man ekki alveg af hverju hún varð ekki gömul, núna hatar hún allt fólk og hatar þess vegna hina gargoylana fyrir að vera vinir mannsins. Bronx er hundurinn í Gargoylalíki. Xanatos, hann er ríki gaurinn sem frelsaði Gargoylana það er að segja hann lét flytja kastalann til Manhattan og hafði hann fyrir ofan skýin þannig að þeir voru ekki lengur úr steini, en svo sveik hann þá og notaði þá til þess að fremja glæpi sem Gólíat líkaði ekki, og þá hættu þeir að umgangast hann. En hann er samt oft að gera eitthvað sem steinþursarnir stoppa oftast. Núna í vetur þá mundi ég eftir þessum þáttum og ég byrjaði að ná í fyrstu seríuna og er búinn að horfa á hana, en er bara rúmlega hálfnaður með 2. seríu. En ég man samt að þegar ég var lítill þá horfði ég á þátt þar sem golíat átti dóttur að nafni Angela hún kemur til sögu einhverntímann seint í annari seríu. Mér finnst að stöð 2 ætti að sýna þessa þætti aftur því þetta eru alveg frábærir þættir!