Toy Story/Leikfangasaga - 1995 Sæl veriði,

Í gær skrifaði ég grein um meistaraverkið <a href="http://www.hugi.is/teiknimyndir/greinar.php?grei n_id=16339686“>Konung Ljónanna</a> og hafði gaman af. Reyndar fannst mér það svo skemmtilegt að ákvað að endurtaka leikinn og skrifa í þetta skiptið um aðra tímamóta mynd, Toy Story eða Leikfangasaga sem gerð var árið 1995 af Disney í samvinnu við Pixar. Enginn hafði áður séð mynd eins og Toy Story og hlaut hún mikið lof gagnrýnenda.

Toy Story - 1995

Leikstjóri : John Lasseter
Handrit : John Lasseter & Andrew Stanton

-
Toy Story er um Adda, sem er ungur drengur, og leikföngin hans. Addi á fullt af leikföngum og þar á meðal Vidda, sem er uppáhalds leikfangið hans og þar af leiðandi vinsælasta leikfangið í herberginu. Viddi er lögreglustjóri og stjórnar herberginu, og finnst öllum, m.a. okkur áhorfendum, hann gera það vel. Besti vinur Vidda, fyrir utan Adda, er Slínkur. Slínkur er gormahundur af guðs náð. Til að nefna nokkur af hinum leikföngunum þá heita þau : Bóthildur, Kartöfluhaus, Svínki, hermennirnir og margir fleiri. Viddi er hrifinn af Bóthildi og vita það allir, hún er líka hrifin af Vidda afþví hann er vinsælasta leikfangið. En það sýnir sig brátt að Bóthildur selur sig fyrir lítið.

Einn dag kemst Viddi að því að Addi sé að fara að halda upp á afmælið sitt, og lætur alla hina vita. Viddi segir ”…afmælið verður haldið í dag…“ og er það mikið sjokk fyrir leikföngin, því með hverju afmæli koma ný leikföng, og með nýjum leikföngum koma óvinsældir. Afmælið byrjar með viðeigandi látum og verða hin leikföngin taugaóstyrk. Viddi sendir þá grænu sérsveitarmennina niður til að njósna og segja þeim, í gegnum talstöð, hvað sé í gangi. Því miður er mannsfall í sveitum grænu hermannana en komast þeir samt inn í blómabeð og sjá gjafirnar. Þeir segja Vidda og félögum hvað kemur upp úr pökkunum og allt gengur vel. Ekkert spennandi leikfang kom upp og anda allir léttar. En síðan tekur móðir Adda upp leynilegann pakka og úr honum kemur enginn annar en Bósi Ljósár.

Bósi Ljósár er geimlögga úr gammaferningi og berst þar við óvininn Zurg. Bósi veit ekki hvar hann er og ræðst á Vidda með leysigeislanum sínum þegar Viddi býður hann velkominn í herbergið hans Adda. Allir, m.a. Viddi, vita að Bósi er nýjasta leikfangið og þ.a.l. vinsælasta leikfangið. Fyrir afmælið var allt inn í herberginu hans Adda merkt Vidda en núna er allt merkt Bósa. Viddi verður mjög fýll og afbrýðisamur því að Bóthildur er núna orðin skotin í Bósa og ákveður að koma Bósa fyrir kattarnef. Einn dag þegar Siggi, vondi strákurinn í næsta húsi, er úti í garði með hundinum sínum að myrða einn af hermönnum Adda, hendir Viddi Bósa útum gluggann. Bósi dettur ofan í runna og enginn finnur hann. Leikföngin halda öll að Siggi hafi náð honum og kenna Vidda um verknaðinn.

Á þessum tíma í myndinni er Viddi og mamma hans og systir að flytja. Móðir hans er orðin leið á að pakka og ákveða þau að fara á Pizza Plánetuna. Addi vill fá að taka báða, Vidda og Bósa, með sér en móðir hans leyfir bara einn. Addi finnur ekki Bósa, vegna hvarfsins, og tekur Vidda bara með. Þegar þau eru að fara af stað stekkur Bósi upp í bílinn og kemst með þeim. Móðir Adda stoppar á besínstöð til að taka bensín og þar hoppar Bósi á Vidda og detta þeir útúr bílnum. Því miður fyrir þá þá fer móðir Adda af stað og skilur þá eftir. Þeir verða báðir miður sín og Bósi tilkynnir þetta til stjórnstöðvar. Þá sér Viddi ”Pizza Plánetan“ bíl og hoppa þeir upp í hann. Þeir komast á staðinn en lenda inní tæki hjá fullt af öðrum leikföngum. Þar sem ”Klóin“ er. Enginn annar en Siggi er að veiða upp úr tækinu og veiðir eitt leikfang, Vidda og Bósa.

Hann gefur hundinum sínum hitt venjulega leikfangið, en tekur Vidda og Bósa upp í herbergi til sín þar sem hann er búinn að misþyrma fullt af leikföngum, m.a. uppáhaldsdúkku systur sinnar. Hann á eldflaug og ætlar sér að binda hana við Vidda og sprengja hann með henni. Þegar Siggi ætlar að gera það byrjar að rigna og frestar hann eldskotinu til morguns. Viddi og Bósi eyða nóttini hjá Sigga en komast svo daginn eftir, sama dag og Addi flytur, út og nota eldflaugina til að komast upp í flutningarbílinn þar sem öll hin leikföngin eru. Myndin endar vel á jólum þar sem Addi fær hvolp og frú Kartöfluhaus. Í næstu mynd koma þau bæði mikið fram.
-

Vonandi var þetta prýðis grein.

Gert af : <a href=”mailto:Hrannar@bjossi.is“>HrannarM</a>
Fyrir : Hugi.is/<a href=”http://www.hugi.is/teiknimyndir">Teiknimyndir </a>
Hrannar & Co.