Þeir sem hafa ekki séð neinn hluta úr 14. seríu (þar á meðal Treehouse of Horror 13) skulu ekki lesa þessa grein því Treehouse of Horror 13 er geggjaður þáttur sem maður vill ekki láta eyðileggja fyrir sér.
Ég er bara að segja frá þáttunum þremur í þessu og hvernig þeir voru…

Send in the Clones/Clones Clones Clones Clones Clones

Hengirúmið hans Homer slitnar og þegar hann kaupir sér nýtt kemst hannaf því að þetta er töfrateppi sem klónar.
Homer hikar ekki við að nota klónana til dæmis til að hlusta á afa (Abe) segja ömurlegar sögur, leika við krakkana og elda matinn (þegar enginn sér til, það veit enginn af þessu).
Málið vandast hins vegar þegar Ned vill fá lánaða keðjusög sem Homer stal frá honum og klónarnir misskilja þetta og saga af Ned hausinn.
Homer keyrir þá á pallbíl lengst út í rassgat og skilur þá eftir þar.
Svo hendir hann teppinu út um gluggan en þá fara klónarnir að klóna sig á fullu og ráðast svo á Springfield og drekka lalan bjórinn sem er til þar.
Svo fattar Lisa ráð. Þau hengja risa kleinuhringi í þyrlur og fljúga yfir klónunum og leiða þau fram af klettum :)
Svo kemst Marge af því að um kvöldið að Homer liggur ekki uppi í rúminu hjá henni heldur klón, Homer fór fram af klettinum með klónunum…
Snilldarþáttur fannst mér..

Uppáhalds setning/samtal:

Ned: Homer, eh, i was wondering if i could borrow that chainsaw you stole from me..
Homer:Yes, but you have to leave a credit card.

Gallar:

-Þegar Homer og klón eru búnir að lyfta dauðu klóni yfir í garðinn hans Neds birtist allt í einu bjór við hliðina á Homer….

-Þegar Homer er að spyrja klónana hvort þeir rati heim birtistt allt í einu bara haglabyssa hliðina á honum þótt hann hafi ekki labbað út með hana (þegar hann spyr klónana hvort eitthver rati heim skýtur hann þá sem segja i do)….

-Þegar hann er búinn að henda teppinu úr bílnum eru klónarnir allt í einu orðnir miklu færri en var hent úr bílnum….

Held að það sé ekki fleira….



The fright to creep and scare harms

Þetta er frábær þáttur líka og fjallar um að þegar Bart og Lisa eru að jarða gullfiskinn sinn í kirkjugarðinum sér Lisa legstein merktan William H. Bonney sem var skotinn niður 1881, 21 árs gamall.
Á legsteininum stendur “I dream of a world without guns”. Lisa ákveður að láta draum hans rætast og byssur eru lagðar niður í Springfield og búin til rennibraut, rólur og klifurgrind úr þeim á skólalóðina.
Lisu bregður hins vegar þegar afturganga William birtist og er hann í raun “Billy the kid”. Hann og nokkrir aðrir vondir kúrekar leggja bæinn undir sig en Professor Frink finnur upp tímavél og sendir Homer til að bjarga þeim.
Allir borgarbúar fara með byssurnar sínar að legsteinum allra kúrekanna + eitthvern þjóðverja sem var með þeim, og skjóta margoft í allar grafirnar
Bófarnir fara þá uppúr gröfunum og hlaupa burt.
Svo kemur annar framtíðar Homer að segja fólkinu frá því að í þeirra tíma hafi byssur eytt jörðinni. Þá segir Moe: What is this, open might/mind night (annað hvort) og skýtur svo framtíðar-Homerinn.
Svo tekur hann tímavélina og ætlar að ferðast til steinaldar.

Uppáhalds setning/samtal :
Billy the kid: Let's robb the bank, give the money to the poor, robb the poor and shoot them in the head.


Gallar:

-Legsteinn William virðist aldrei vera á sama stað…

-Þegar William neyðir Homer til að spila á píanó sést ein bjórflaska oná píanóinu en þegar hann byrjar að spila (píanóið sýnt í nærmynd) eru þær orðnar 3…


The island of docktor Hibbert

Simpsons fjölskyldunni er boðið í frí á eyju og kemur í ljós að Dr. Hibbert á hana.
Marge finnst eitthvað undarlegt vera á seiði en svo kemst Homer að því að það er búið að breyta öllum íbúum Springfield í dýr. Hann finnur svo dýrin og kemst svo að þeirri niðurstöðu að hann ætli að breytast í dýr líka (naánr tiltekið rostung)…

Uppháhalds setning/samtal: Homer: (þegar hann sér að Marge er orðin að tígrisdýri) Oh my god, she's become a monster. As i have to admit i sort of suspected at the sex (get ekki ábyrgst rétta stafsetningu :l).

Gallar:

-Í einni af 2 senunum sem Marge sést sem tígrisdýr getur hún ekki talað en hún getur það í hinni….

-Þegar eyjan sést þegar það er litið yfir alla jörðina er hún svona 10-20 sinnum sstærri en hún er í alvörunni…

-Þegar Wiggum hendir buxunum sínum á eldinn sést hann aftur í þeim skömmu síðar…



Gallarnir sem ég hef nefnt eru einungis gallarnir sem ég hef tekið eftir, það gætu alveg verið fleiri.
Vona að þið hafið notið þessarar greinar, ég var mjög lengi að skrifa hana :)

Takk fyrir,
SlimShady
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.