Þið hafið eflaust flest heyrt um þetta… en ég læt vaða (copy-paste) ;)


1 GB í lyklakippu

Munið þið eftir USB lyklakippunum sem við sögðum ykkur frá fyrir nokkru? 128 MB djöflar sem voru lítið stærri en lyklakippan ykkar. Núna er komið miklu meira töff! 1 GB FireWire tengdar lyklakippur.

Eins og sjá má á myndinni er þetta litlu stærra en lykill en getur þó haldið töluvert meira af gögnum en litli heilinn minn höndlar. Hægt er að setja nánast hvað sem er þarna inn og færa á milli tölva. Eina sem tölvan þarf er FireWire tengi en það getur flutt allt að 50 megabæti á sekúndu. Það þýðir að þú ættir ekki að vera meira en hálfa mínútu að stútfylla þetta dót.

Skellið ykkur núna á síðu framleiðandans og skoðið þetta betur. Gefið mér svo einn.”

http://www.nulleinn.is/tech.asp?menu_id=5&id =4471


Svona fær maður sér þegar maður á nógan pening :D