Heyrðu ég er með frekar gamla fartölvu, fékk hana þegar ég fermdist og ég er nítján ára núna.

En hún bilaði fyrir svona 2-3 árum en ég hef alltaf geymt hana þar sem það eru svo mikið af myndum og svona sem mig langar til að eiga inná henni.

Ég hef aldrei tímt(týmt?) að fara með hana í viðgerð og langaði bara að spurja hvort þið haldið að það sé möguleiki á að bjarga harða disknum í tölvunni og hvað myndi það kosta sirka? (Hef mestar áhyggjurnar af kostnaðinum)

Batteríið er ónýtt og þegar maður kveikir á henni blikkar skjárinn bara og ekkert hægt að gera í henni, þótt hún kveiki alveg á sér. Svona ef það hjálpar eitthvað.

Ég er rosalega mikið tölvuheimsk svo ef þetta er rosalega heimskuleg spurning þá afsakið og ekki vera koma með óþarfa skítköst.

Takktakk :)
Every song has an ending, but is that any reason not to enjoy the music?