Þannig er mál með vexti að borðtölvan mín byrjaði einn daginn að frjósa (enginn blue screen, allt bara fraus á skjánum) þannig að ég þurfti alltaf að restarta henni. Það gerðist svo alltaf fljótar og fljótar eftir að ég kveikti á henni þangað til að hún fór að frjósa í startup-inu.

Nú þarf ég að fara með hana eitthvert og láta finna og laga vandamálið, bjarga gögnunum af harða disknum og laga mic-innstunguna sem er einnig biluð og því spyr ég ykkur:

Hvert er fljótast og/eða hagkvæmast að fara með hana til þess að fá þetta gert?