málið er að ég er með glænýja hp fartölvu og það er eitthvað að batteríinu í henni segjum að ég hlaði hana þannig að hún sé 100% og slekk síðan á henni (slekk alveg á henni fer ekki bara í hibernate) og síðan liggur hún bara heima og svo daginn eftir þegar ég kem heim úr skólanum þá er batteríið komið niður í 82-84% þegar að ég kveiki á henni aftur.
Ég er búinn að fara með hana í viðgerð þar sem að ég keypti hana og þaðan var hún send inní reykjavík til HP og þeir voru með hana í 3 vikur og fundu ekki neitt að henni og tölvan er í tveggja ára ábyrgð en samt var ég látinn borga fyrir viðgerðina vildi bara koma til skila að það sé allveg hörmuleg þjónusta þarna inní HP en getið þið ekki komið með einhverjar hugmyndir um hvað gæti verið að ?
Það væri mjög vel þegið.
Takk fyrir.