Ég er með Acer Aspire fartölvu sem hefur verið góð í ár en í nótt þá var hún búin að vera í gangi svolítið lengi og orðin sjóðandi heit, og allt í einu slökkti hún á sér upp úr þurru án neins error message. Svo þegar ég kveikti á henni þá var hún í góðu lagi nema eftir svona hálftíma byrjaði eitthvað skrölt að heyrast hægra megin í tölvunni (geisladrifið er vinstra megin) og það er svo hátt og ógnvænlegt að ég þori ekki að kveikja á henni.

Er þetta eitthvað í harða disknum sem ég get lagað með því að eyða skrám eða formatta, eða þyrfti ég að hlaupa með hana í viðgerð?

Bætt við 3. desember 2006 - 18:23

Var að fatta að það er allt í lagi með hana þegar hún er ekki í sambandi.. er þetta kannski aflgjafinn eða spennubreytirinn sem er gallaður?