Ég hef talsverðan áhuga á þróunarvinnu og nýtingu á tölvum til hins góðs. Mér datt í hug að þróa kerfi til að spara tíma, sem ég nenni ekki að útskýra nánar hér, sem felur í sér að tengja búnað eins og mótora, rofa, tjakka o.þ.h. við tölvu. Ég veit að þetta er allt hægt, en spurning hvort einhver geti bent mér á síðu eða sagt mér nánar hvað það er í raun sem ég þarf, bara t.d. til að geta kveikt og slökkt ljós í gegnum tölvuna. Ég hef séð í sundlaug þar sem hægt er að stjórna flestum aðgerðum úr tölvu, t.d. kveikja/slökkva á mótorum, stýra hitastigi, kveikja/slökkva á ljósum o.þ.h. Ég kynnti mér það aðeins en úr stórum rafmagnsskáp þar sem allt er tengt saman liggur úr einhverri græju frá Simens serial tengi í tölvuna. Í tölunni er forrit sem heitir IGSS interactive e-ð og var forritað að hluta til í Leadtools, fann ég út. Nokkuð magnað allt saman.
Þekkir einhver hér hvernig svona lagað virkar og jafnvel hver kostnaður í svona græjum er?