Ef einhvert tölvuofurgúrú þarna úti gæti gefið sér tíma í að segja mér hvað ég á að gera væri það vel þegið.

Þannig er mál með vexti að´ég átti tölvu, ágætisstölvu í einhver fjögur ár, og einhverntíman í vor reyndi ég að setja inn í hana Adobe Premiere Pro. En þá var tölvan bara einfalldlega ekki nógu góð fyrir það, svo ég tók það út. Allt í lagi með það. Svo tók ég eftir því að tölvan vildi enganveginn kannast við að við hana væru tengd nokkur geisla drif.

Windows successfully loaded the device driver for this hardware but cannot find the hardware device. (Code 41)

Þetta sagði hún meira að segja um Dameon Tools drifin, svo dæmið gek einhvernveginn ekki upp.
Félagi minn sagði mér þá frá vini sínum sem hafði lent í því sama og geisladrifin hafi bara birst aftur nokkrum dögum seinna. Svo ég beið og beið eftir því sama í allt sumar.
Svo núna fyrir skemmstu keypti ég mér nýja tölvu, allt í góðu með það. Þangað til að ég setti Premiere aftur inn um daginn. Þá kom þetta sama vandamál aftur upp. Annaðhvort fylgir þetta forritinu (sem enginn sem hefur sett það inn af sama diski kannast við) eða er einhver afkáranlega fáránleg og leiðinleg tilviljun.

Svo spurningin er: Hver skrambinn er í gangi? Get ég lagað þetta á einfaldan hátt eða verð ég að formatta tölvuna mína aftur og sleppa því að setja Premiere inn (sem ég helst verð að hafa)?

Svari mér einhver. Gerið það

Virðingarfyllst,Kristján
Undiskriftingur