Ég er í stökustu vandræðum með skjáinn minn. Hann sýnir ekki rauðan lit. Ég hef ekki hugmynd um afhverju hann er svona, þetta gerðist bara allt í einu, en hann dettur þó stundum inn í rétta liti (örsjaldan).
Þetta vandamál virðist vera í tengingunni við tölvuna frekar enn í myndlampanum sjálfum af því að litirinir eru réttir í stillingargluggan í skjánum. Ég hef prófað að skipta um snúru og ég er líka kominn með nýja tölvu frá því ég fékk skjáinn, þannig að ég veit að vandamálið er ekki þeim megin.
Getur einhver mögulega bent mér á eitthvað gott ódýrt sjónvarps- eða tölvuverkstæði þar sem ég get farið með hann í viðgerð?