Civilization IV: Warlords !! Civilization IV: Warlords

Jæja, loksins, loksins. Nú fer bráðum að koma út aukapakki af einum besta herkænskuleik sögunnar, Civilization IV. Það er búið að lofa okkur nýjum leiðtogum á borð við Winston Churchill (England), Stalín (Rússland), Ágústínusi (Róm) og Ramsesi II (Egyptalandi). Mér finnst þetta samt leiðinlegt því ég vil alls ekki missa tvo bestu leiðtoganna, Elísabetu (Englandi - Philosophical/Financial) og Katrínu miklu (Rússlandi - Creative/Financial). Ég vildi heldur missa Pétur mikla (Rússlandi - Philosophical/Expansive) eða Viktoríu (Englandi - Expansive/Financial). England og Rússland eru langbestu þjóðirnar í þessum leik með langbestu UU's. Cossacks hjá Rússum og Redcoats hjá Englendinum.

Vonir mínar um að Babýlon yrði í leiknum slökknuðu þegar ég komst að því að Súmerar voru efstir á lista yfir þjóðir þaðan.

Svo kemur, loksins, loksins eiginleiki í leikinn til þess að taka yfir þjóðir með því að gera þær að “nýlendu”. Einhverntímann hljóta þjóðir að bresta og þá getur maður eignast lönd þeirra og fá auðlindir þeirra í takmarkaðan tíma þangað til þær öðlast sjálfstæði.

Ég hef engin sönnunargögn um það hvenær leikurinn skal gefinn út en þetta lofar allavegana góðu. Nokkur ný scenarios og Stalín og Churchill komnir. Einnig spái ég að Hitler komi inn fyrir Þýskaland (verður Aggressive/Organized) í staðinn fyrir Friðrik (Creative/Philosophical) og Ramses fái eiginleika Friðriks.

Svo hugsa ég að það komi nýr UU fyrir allar þjóðir. Þetta er bara pæling og það er ekkert sem mér dettur í hug sem bendir til þess að sérhver þjóð fái tvö UU. En ég vona samt sannarlega að hver þjóð fái tvo leiðtoga.


Hérna koma svo myndir [klikkið á nafnið til að sjá mynd]

Ágústínus
Jósef Stalín
Churchill