Það er eitt að detta úr leik í 8-Liða úrslitum heimsmeistaramótsins… En að tapa gegn Danmörku er það allra versta sem fyrir finnst.

Frekar hefði ég sætt mig við tap gegn Frökkum hér um daginn og þá spila um Skammar bikarinn (Forseta bikarinn) ef ég hefði vita fyrirfram að við ættum eftir að tapa gegn Dönum.

Þetta er ekki af því að ég hata dönsku. Þvert á móti, ég bara einfaldlega þoli ekki þegar þessir útblásnu bjórbelgir vinna okkur. Svo bjó ég sjálfur í Danmörku um nokkurra ára skeið hér áður fyrr og á ennþá marga Danska félaga… Akkurat núna myndi ég ekki svo mikið sem skyrpa á þá, þótt það kviknaði í þeim… En að öllum líkindum róast ég fyrir Páska.

Ég er alveg brjálaður. Ég á ekki eftir að geta talað í viku, ég á eftir að vera þunglyndur í 2 vikur og mér á eftir að vera meinilla við Dani í 3 vikur.

Ég vorkenni þó leikmönnum Íslenska landsliðsins hvað mest. Þeir börðust drengilega og voru algjörlega niðurbrotnir eftir leikinn, skiljanlega.

Við töpuðum, nógu andskoti sárt. Við töpuðum á móti Dönum, kallar á langtíma þunglyndi.

Ég er brjálaður og gæti sennilega eytt 400 orðum í að blóta og bölva dönum, en ég ætla að sleppa því. Frekar ætla ég að undirbúa mig fyrir Pólland - Danmörk. Ég heyri að Pólverjar búsettir hérlendis ætli að safna sér saman til að horfa á þann leik, og er aldrei að vita nema ég smeygi mér inn í hópinn með íslenska - pólska orðabók.

Djöfulsins danir… Andskotinn.

Bætt við 30. janúar 2007 - 21:32
Svo ég tali nú ekki um marna og útbólgna hnefa sem óoft dundu á veggjum stofunnar eftir loka mark leiksins.