Ég ætla hér aðeins að skrifa um þetta atvik í úrslitaleiknum sem allir ættu að þekkja.

Þetta var náttúrulega leiðinlegt atvik og þetta ætti ekki að sjást í fótbolta en hvaða leikmaður myndi ekki eftir 110 mín. af tæklingum og spörkum bregðast illa við eftir slæm ummæli um móður manns og systur.

Mér finnst persónulega Ítalir ganga stundum of langt með að fara á bak við dómarann með leikaraskap og svona ummælum þegar hann heyrir ekki til. Svo eru leikmenn eins og Totti að koma fram í fjölmiðlum og segja að svona eigi ekki að gerast í fótbolta. Totti!!! Af öllum mönnum maðurinn sem hrækti á annan leikmann á EM fyrir 2 árum (ef mér skjátlast ekki).

Svo ganga sumir fjölmiðlar og langt í gagnrýni á honum. Mér finnst 14 rauð spjöld á heilum fótboltaferli ekkert það mikið. Sumir gleyma einfaldlega öllu því góða sem hann hefur gert eftir svona atvik.

En hvað finnst ykkur???