Þetta var náttúrulega alveg fáranlegur leikur. Það má hrósa Ghana mönnum fyrir að sækja mikið og ná að skapa nokkur góð færi (því miður voru öll skotin afskaplega slöpp) en hinsvegar var enginn varnarleikur í liðinu. Enda skoruðu Brasilíumenn 2 mörk einir á móti markmanni.

Annars voru Brasilíumenn verulega slappir í þessum leik og hefði maður nú viljað sjá meira frá slíku liði.

Svo það fari ekki á milli mála, leikurinn endaði:

Brasilía 3 - Ghana 0

Mörkin komu frá Ronaldo, Adriano og Ze Roberto.

Allavega, hvað fannst ykkur?