Mér hefur fundist dómgæslan á HM hafa verið mjög góð á köflum en aðra leiki hefur hún verið hreint út sagt hræðileg. Verst dæmdi leikurinn á HM sem ég hef séð var leikur Brasiliu og Tyrklands þar sem dómarinn var alltaf að gera einhver mistök sérstaklega í lok leiksins. Þar gaf hann Brasilíumönnunum gjörsamlega sigurinn með því að dæma vítaspyrnu á brot sem átti sér greinilega stað fyrir utan vítateiginn. En brotið verðskuldaði samt þetta rauða spjald sem var gefið. Og síðan nokkrum mínútum síðar kom hinn frægi leikaraskapur Rivaldo þegar einn Tyrki sparkaði boltanum í hnéð á Rivaldo og hann greip um andlitið á sér. Hann átti auðvitað að senda Tyrkjann út af en hann átti líka að gefa Rivaldo gula spjaldið fyrir þennan ömurlega leikaraskap.

Og síðan í leiknum Úrúgvæ-Frakkland þá gaf dómarinn Henry rautt spjald sem var verðskuldað því hann lyfti fótunum allt of hátt upp. En síðan sleppti dómarinn að gefa Úrúgvæánum Silva rautt spjald fyrir hefnibrot á Viera þar sem hann sparkaði hátt í fótinn á honum og boltinn var löngu farinn. Svo kom annað brot hjá öðrum Úrúgvæa og hann sleppti því líka. Og Silva var alltaf að gera svona brot í leiknum og að lokum skipti þjálfarinn honum út af.
Og í leiknum Ítalía-Króatía þá stóð dómarinn sig frekar vel en annar línuvörðurinn var alveg hryllilegur. Hann dæmdi mark af Vieri og sagði að hann væri rangstæður en hann var það greinilega ekki. Og línuvörðurinn dæmdi síðan annað mark af Ítölunum og á sjónvarpsupptökum sést að það var ekki rangstæða og svo virðist sem hann hann hafi dæmt peysutog en ef hann dæmdi það þá var alveg eins mikið peysutog hjá Króatanum.

Ég held að dómararnir í þessari keppni séu valdir eftir heimsálfum en ekki eftir hæfileikum og það er mjög slæmt mál ef svo er.