Nú er það loksins komið á hreint hvaða 16 lið halda til Portúgal til þess að taka þátt á EM2004 sem haldin verður næstkomandi sumar. Við hérna á HM-EM áhugamálinu ætlum að gera mótinu góð skil og vera með úrslit úr leikjunum o.s.frv. Drátturinn í riðlana fer fram 30. nóvember og að sjálfsögðu verðum við með fréttir af honum.

Enn og aftur vil ég ítreka það, að ef þú villt gerast fréttaritari á “HM-EM fréttir” boxinu hérna á áhugamálinu, sendu mér hugaskilaboð og ég set þig á eitthverskonar ‘trial’.

En hvað um það, liðin 16 sem fara til Portúgal á EM2004:
Portúgal (þeir komust sjálfkrafa þar sem þeir eru gestgjafar)
Frakkland
Danmörk
Tékkland
Svíþjóð
Þýskaland
Grikkland
England
Búlgaría
Ítalía
Sviss
Króatía
Rússland
Spánn
Lettland
Holland

Nú er um að gera að taka frá feitasta sófa heimilisins, fylgast með hérna á huga hvað er að gerast og hlamma sér svo í sófan þegar keppnin er. Takk fyrir.

Kveðja,
yngvi