Mikið hefur verið talað um aðgerðir lögreglu og aðgerðir mótmælenda eða svokölluð skrílslæti mótmælenda svo mig langaði að gera stutta grein um þetta.

Lögreglan:
Nú starfandi lögregla hér á Íslandi hefur aldrei lent í almennilegri óreiðu svo hún er frekar óviðbúin svona reiði eins og hefur verið undanfarið. Þessi reiði skapar hræðslu hjá lögreglu og veit hún ekki almennilega hvað hún á að gera. Auðvitað eru svartir sauðir í lögregluni sem njóta þess að beita þessu valdi sem þeir hafa en það á ekki við um alla. Lögregluþjónn verður að hlíða skipunum. Þótt hann vilji ekki endilega úða á fólk þá verður hann að gera það ef hann vill ekki missa vinnuna.
Ríkisvaldið stillir lögregluni upp sér til verndar. Þegar mótmælendur reyna að koma skilaboðum til ríkisvalda þá stendur lögreglan á milli. Lögreglan á ekki skilið að vera grýtt vegna þessa.

“Skrílslæti”:
Mikið heyrum við um svokölluð skrílslæti í mótmælum. Þessi skrílslæti eru hinsvegar oftast spennufíklakrakkar sem vita ekki neitt hverju er verið að mótmæla og nýta sér tækifærið til að fokka í lögguni. Alveg og eins og í lögregluni þá leynast líka svartir sauðir í mótmælendum. Borgarleg óhlýðni er oft notað sem afsökun á þessu. Hinsvegar þá er borgarleg óhlýðni hlutur sem hefur mikið verið notaður í mótmælum gegnum söguna. Gandhi notaði tildæmis borgarlega óhlýðni mikið. Hann framleiddi salt því það var bannað, brenndi vegabréfið sitt í þeim tilgangi að vegabréf væri óþarfi og fleira. Að lenda í slag við lögguna er enganvegin borgarleg óhlýðni.

Eru mótmælin gengin út í öfgar?
Mitt svar er nei. Ekkert frekar en eitthvað annað.