Fyrir kosningarnar nú í vor þá boðaði Samfylkingin skjaldborg um heimilin. “Við verjum að verja þau” var predikað hástöfum saman, á flokksfundum, á mótmælum og líka inná sjálfu Alþingi. Þetta leist landanum greinilega mætavel á og sést það í frábæru fylgi Samfylkingarinnar.
Nú er því þannig farið að komið hefur í ljós að allri þjóðinni hefur misheyrst. Samfylkingin boðaði nefni ekki skjaldborg, heldur gjaldborg. Sést það greinilega í gríðarlegum hækkunum í álögum á sykri, áfengi, tóbaki og bensíni. Þessi hækkun mun því miður ekki skila neinu að ráði í ríkiskassann. Ætti það að sjást við almenna rökhugsun:

Gert er ráð fyrir að almenningur sé skynsamur.(stórt stökk, en treystið mér) Hinn almenni borgari mun ekki taka upp á því að eyða allt í einu 20% meira í sælgæti og gos, eða áfengi. Hann mun eyða eins miklum peningum eða að öllum líkingum minna.(eins og hann ætti að gera) Að eyða meiri peningum í þesskyns neysluvörur gerir fjárhagsstöðuna aðeins verri. Þúsundkallinn sem fór í kókið hefði betur mátt fara í húsnæðis- og bílalánið.
Ég fæ ekki séð að þessar hækkanir geti skilað neinu nema í gegnum bensínið, sem er fyrir RUGL hátt skattlagt, og tóbakið. Vil ég meina að þar sé verið að misnota þá sem eru háðir tóbaki. (eða nikótíni)

Ég er ekki mikill flokkamaður, tek sítt lítið héðan og sitt lítið þaðan. En þannig er það að vinstri stjórnir hafa aldrei farið vel með peninga og virðist svo enn vera. Ekki legg ég til að ríkisstjórninni verði sparkað í heild sinni með byltingu, en þau mættu betur gera í almennri peningameðferð. Ekki tókst vel til með Ice-save þar sem að pólítískir bandamenn ráðamanna fengu sæti í samninganefndinni. Ef að félagshyggjustjórnin ætlar virkilega að stunda félagshyggjuna verður hún að rífa hausinn út úr rassgatinu á sér og bjarga andlitinu með því að grípa til aðgerða sem bera árangur.
Ég er ekki sammála.