Það var nú fyrir nokkrum dögum sem gamall vinur minn (fínasti náungi) hringdi í mig. Mér fannst ansi skemmtilegt að heyra frá þessum ágæta drengi sem ég hafið ekki heyrt í í meira en ár. Ég var að vísu fyrir ansi miklum vonbrigðum þegar ég komst að því hvað það var sem hann vildi mér. Hann ætlaði að bjóða mér að skrá mig í Heimdall og kjósa vin hans sem var í framboði. Þar sem ég hafið ekki mikinn áhuga á því að vera í Heimdalli þá neitaði ég vinalega, þrátt fyrir að ég gat skráð mig úr þessum “klúbbi” strax eftir kosningar. Eftir að við höfðum sagt vinarlega bless við hvorn annan byrjaði ég að hugsa um hvort þetta er rétta leiðinn til þess að kjósa stjórn og hvort þetta er ekki mjög svo ólýðræðislegt. Ég reyni að ímynda mér að ef kosningarkerfið hér á landi væri jafn slæmt eins og í Heimdalli hvort Sjálfstæðisflokkurinn mundi byrja að flytja inn erlent kosningaratkvæði.

Í útvarpsviðtali sagði Bolli Thoroddsen (minnir mig) að þetta væri leiðinlegt að þetta gerist, en gaf í skyn að þetta er eina leiðinn til þess að vinna kosningarnar. Heimdallur hefur oft hreykt sér af því að vera virkasti ungliðahreyfing hér á landi og einnig sú stærsta, með uþb 4.000 meðlimi. Hversu stórt hlutfall þeirra eru virkir veit ég ekki.

Á heimasíðunni http://www.heimdallur.is sem Bolli hefur skrifað sig undir er mótmælt því að stjórn Heimdallar hafi bannað að skrá þúsund nýja meðlimi í félagið. Á síðunni stendur:
“Þessi ákvörðun er okkur ekki léttbær en í ljósi þeirra svika og andlýðræðislegu vinnubragða, sem fráfarandi stjórn, og formaður hennar, yfirlýstur stuðningsmaður mótframboðsins, hafa beitt okkur og stuðningsmenn okkar, verður ekki séð, að boðaður aðalfundur sé haldinn á lýðræðislegum og eðlilegum forsendum. Við slíkt verður ekki unað.”

Mér skilst skv. þessari heimasíðu að stjórnin haldi því fram að misbrestur hafi átt sér stað í nýskráningum í flokkinn.

Þykir mér þetta mesta skemmtun að horfa upp á þetta. Standa þarna tveir hópar og tala um lýðræði í þessum óneitanlega ólýðræðislegu kosningum. Einnig kemur mér það á óvart hversu miklar auglýsingar maður sér víða um vefinn fyrir þessa einstaklinga sem eru að bjóða sig fram í ungliðahreyfingu. Það er greinilegt að þeim vanti ekki peninganna.

Gaman af þessu… hvað finnst ykkur annars?
N/A