Þvílík fullyrðing. Efast um að þú sért sammála mér. En bíddu, áður en þú verður búinn að lesa þessa grein ætla ég að vera búinn að rökstyðja það að krónan er bara allt of há! Það er ekki okkar að ákveða gengið. Nei. Það er markaðurinn sem stjórnar því og því fagna ég þeim jöfnuði sem er nú stefnir í.

Staðreyndin er sú að viðskiptajöfnuður á sér stað þegar útflutningur er í jafnvægi við innflutning. Við höfum verið að flytja inn síðastliðin 2 ár margfalt meira en við höfum flutt út!

Eins og í einföldustu gerð bókhalds verður Debet og Kredit að standast. Hvernig getur það gerst þegar miklu meira er að fara í kredit út en debet inn! Einfalt erlend lán!

Með því að taka lán búum við til gervi kaupmátt-gervi góðæri. Sem dæmi um þessi lán: Veltikort, Bílalám , auknir yfirdrættir, ný vísakort o.s.frv.

Skuldarstaða þjóðarinnar hefur vaxið frá 4 ársfjórðungi 1999 til Mars 2001 úr 64% af vergri landsframleiðslu í 108%! Davíð hefur verið gagrýndur mikið undanfarið fyrir þær yfirlýsingar að hagkerfið sé ekkert að hrynja. Fólk hafi að meðaltali jafn mikið milli handana en það hafði fyrir 2 árum!

Þetta er staðreynd ef lánin eru tekin frá. Það sem er hins vegar að gerast núna. Í staðin fyrir að fólk fær sér annann yfirdrátt eða framlengi Vísa verður það að borga niður. Jafnt einstaklingar sem fyrirtæki af þeim peningum sem þeir hafa úr að spila.

Hjá einstaklingunum kemur það niðrá almenri neyslu.

Fyrirtækin verða hins vegar að hagræða í rekstri. Oft segja upp fólki eins og við erum að sjá. Ríkistjórnin er þegar farin í aðgerðir til að sporna við þessari þróun. T.d. með því að lækka skatta á fyrirtæki og svo virðist einnig sem virkjana og álversframkvæmdir eigi eftir að skila fyrirtækjum landsins mjög svo auknum tekjum v/vöru og þjónustukaupa. (Davíð hefur verið talsmaður þess að flýta öllum þessum framkvæmdum til að auka tekjustreymið inní landið. Aðrir flokkar hafa verið að fá fólk af því! ÓTRÚLEGT miða við stöðuna í þjóðfélaginu)

Þegar viðskiptahalli skellur á þjóðir eru 3 tæki í boði til að rétta skútuna af. Lækka gengið, hækka vexti og hækka skatta. Þannig er þegnum og fyrirtækjum þrýst til að halda aftur að sér og útflutningur styrktur á sama tíma.

Það sem hins vegar vakti furðu mína þar til fyrir nokkurum dögum er að andstætt þessu er ríkisstjórnin að lækka skatta og Seðlabankinn að lækka vexti…sem ætti jú að auka viðskiptahallann nema að gengið lækki hlutfallslega meira til að vega hitt upp.

Það er nefnilega málið. Krónan er vitlaust skráð miða við efnahagslíf Íslendinga í heiminum. Við megum því búast við því að hún eigi eftir að lækka töluvert meira en hún hefur nú gert.

Margir hafa verið að koma með þau rök að krónan sé úreltur gjaldmiðill og við ættum að taka upp Evruna. Mikið til í því sérstaklega til að laða að erlenda fjárfesta. Að vera með gjaldmiðil sem er notaður á stórum markaði….ekki einhverja krónu sem er aðeins notuð á Raufarhöfn heimsins (Íslandi)!!!

En ég spyr þá! Hvernig eigum við að verjast hagsveiflum líkt og nú ef við höfum ekkert um gengið að segja! Pössum okkur á þessum fullyrðingum!!
(Hanner Hólmsteinn Gissurason http://www.strik.is/frettir/egill/real.ehtm?id=151&cat=04%20nóvember%202001 í Silfrinu. Ótrúlega sannfærandi hjá honum)

Annað lítið dæmi sem ég ætla skella fram til að staðfesta það að krónan eigi eftir að lækka meira (þurfi að lækka meira) er McDonalds dæmið!

NewsWeek hefur í mörg ár notað það til að skoða gengi hina ýmslu landa. (Meira að segja hagfræðingar uppí HÍ eru að nota þetta tæki)
Þannig er mál með vexti að alls staðar í heiminum er BigMac stöðluð vara. Jafn mikil sósa, jafn mikið kjöt, gúrkur o.sfrv. Því ætti BigMac alls staðar að kosta svipað sem hann gerir. Svona milli 1,5-3,5 dollar. Á Íslandi fyrir um það bil ári síðan kostaði hann 5,68 dollara!!!! Mun hærra en alls staðar annarsstaðar í heiminum (Viðmiðið eru 40 hagsælustu lönd heims). Hann hefur nú lækkað niðrí 3.68 við fall krónunnar en er samt ennþá yfir hæsta verði í umræddum löndum þó gengi krónunnar sé sögulega í lágmarki. Mjög skemmtilegt dæmi sem segir okkur að gengið er örlítið of hátt ennþá…og allt lítur út fyrir það að það eigi eftir að lækka meira. Enda ennþá ekki búinn að finna sinn jöfnuð!

Þegar gengið hefur fundið sinn jöfnuð (lækkað örlítið meira) verður mun hagstæðara að flytja út vörur en inn! Þannig sprautum við vítamíni í útflutningsgreinar en gerum innflautning óhagsstæðari en áður…þannig réttist úr vogaskálinni aftur!

Kv
gg