Alltaf er hann fyrrum forsætisráðherra okkar og núverandi utanríkisráðherra orðheppinn.
Ég er á móti stuðning okkar við stríðið í Írak og finnst það ekkert koma okkur við, og hann útskýrir fyrir mér að svarið sé einfalt:
Ég er bara afturhaldskommatittur.
En hvernig stendur á því að þegar ég rökræði við kommúnista, t.d. er einn af mínum bestu vinum afar sannfærður kommúnisti, þá er ég alltaf á öndverðum meiði við þá.
Svo prófaði ég um daginn að fara í lítið stjórnmálapróf hérna inn á huga. Það er lítill linkur inn á það hér á síðunni. (Minnsta stjórnmálapróf í heimi).
Og samkvæmt því þá er ég frjálslyndur/frjálshyggjumaður.
Ha? Hvernig stendur á því að afturhaldskommatittur eins og ég styðji einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Hvernig stendur á því að einu sinni skrifaði ég grein í skólablaðið mitt þar sem ég mótmælti ritskoðun, þar sem auglýsingar á áfengi og tóbaki eru bannaðar og óleyfilegt er að lýsa þeim á jákvæðan hátt.
En það er víst ljóst að ég er afturhaldskommatittur í heiminum hans Dabba. Ég er jú einn af þeim sem er/var á móti fjölmiðlafrumvarpinu og á móti stuðningi okkar við Íraksstríðið.