Já, ég hef aðeins verið að pæla í lögreglunni í ljósi skotárásarinnar í Breiðholtinu á Sunnudaginn.

Núna síðusta sunnudagskvöld var skotárás við ÍR heimilið sem ég varð vitni af og eftir að hafa pælt í þessu þá held ég að það sé ekki úr vegi að íhuga hvort lögreglumenn séu í stakk búnir fyrir þessa menn.

Ef þessir menn sem eiga í hlut í þessari skotárás séu reiðubúnir að skjóta hvorn annan niður þá tel ég það vera alveg eins líklegt að lögreglumenn gætu lent í því að skotið sé á þá. Ég meina lögreglumenn eru óvopnaðir. Spurning samt hvort lögreglubílarnir séu kannski með byssur í skotinu, en líklegast þyrfti eitthvað tímafrekt leyfi til notkunar. Víkingasveitin er allvopnuð og þeir eru ræstir út við minnsta tilefni, en hún er ekki alltaf til staðar.

Það er mikið mál að láta lögreglumenn fá byssur. Það er miklu meira en fólki dettur í hug. Í fyrsta lagi þarf þá að auka kennslu í lögregluskólanum, það mundi ekki ganga að hafa sumarafleysingar, sumar löggur mundu væntanlega notfæra sér byssur of mikið, laun lögreglumanna mundi líklegast þurfa að hækka, það þarf að fikta töluvert í lögunum, það gæti haft afdrífaríkar afleiðingar og eflaust eitthvað meira. Veit einhver hérna annars um reglur í sambandi við byssunotkun almennings og lögreglu?

Þessi þjóð er nátturulega sér á báti í öllu saman. Það er til dæmis ennþá verið að berjast fyrir að leyfa hina sármeinlausu íþrótt, ólympísku hnefaleika og nýlega var forsætisráðherrann fjarlægður úr símaskránni. En hvenær á að pæla í þessu máli með lögreglumenn? Þegar nokkrir lögreglumenn verða gataðir eins og svissneskur ostur? Það er bara tilviljun að ekkert atvik þar sem lögreglumenn hafa orðið fyrir skoti hefur komið upp. Maður tryggir ekki eftir á.