nú er komið á daginn að undanfarinn ár hefur viðgengist stórfellt samráð dreifingaraðila grænmetis.
Mér finnst málið vera lýsandi fyrir íslenskt samfélag. Stjórnmálamennirnir fussa og sveia rétt meðan mesta orðahríðin er og halda síðan uppteknum hætti þegar hún er gengin yfir.
Enn aðrir stjónmála menn hreinlega neita að ræða málið sbr. Guðna Ágústson sem þegar hann var spurður út í málið fór í kringum það eins og köttur í kringum heitan graut og klikkti síðan út með því að segjast ekki ætla að ræða það.
Það er deginum ljósara að ef helmingurinn af því sem kemur fram í skýrslu samkeppnisstofnunar er satt eru þeir aðilar sem eru bornir sökum búnir að koma sér upp ólöglegri einokunarstöðu.
Það er aftur á móti ljóst að grænmetisiðnaðurinn er ekki sá einin hérlendis þar sem samráð og hringamyndun viðgengst. Ég myndi gjarnan vilja fá að sjá fleiri svona aðgerðir, t.d. í tryggingageiranum, bensíninu, matvöru og þannig mætti lengi telja.