Það sem kemur hér á eftir er ritgerð sem ég skrifaði fyrir íslensku en mér finnst hún vel eiga heima hér.

Hálendi Íslands.
Eftir: Jón Steinar Garðasson Mýrdal.

Frá því að ég hef verið mjög lítill hefur mér alltaf verið kennt að íslensk náttúra væri einstök og ég ætla að umgangast hana af fyllstu virðingu. En undanfarin ár finnst mér að þetta grundvallar ,,lögmál” í mínum huga hafa orðið fyrir þó nokkuri árás. Hér hafa verið uppi hugmyndir um að reisa risaálver og enn stærri virkjanir til að fá raforku til að knýja þau áfram. Til að afsaka þessar fyrirhuguðu framkvæmdir hafa ráðamenn borið það fyrir sig að þetta væri nauðsynlegt til þess að efla atvinnulíf í landinu og sporna gegn fólksflótta frá landsbyggðinni. Þess vegna vil ég rökstiðja það sjónarmið að hálendin Íslands er ómetanleg náttúruperla sem okkur ber skylda til að vernda og varðveita svo að gerðir okkur komi ekki niður á komandi kynslóðum.
Íslensk náttúra er á heimsmælikvarða. Ég býst ekki við að finna nokkurn mann sem þorir að mótmæla þessu, en það er samt rétt að koma þessu fram og færa stoðir undir það.
Á miðhálendinu er einhver dýrmætasta auðlegð þjóðarinnar. Þar ríkir stórbrotin og ótamin náttúra og ægifegurð öræfanna býr yfir friðsæld og kyrrð sem vart á sinn líka. Hvergi í Evrópu er aðra eins víðáttu að finna. Slíkum svæðum fer mjög fækkandi á jörðinni og þau sem eftir eru verða sífellt dýrmætari. Þess vegna er það ekkert einkamál Íslendinga ef þetta stærsta víðerni álfunnar verður eyðilagt með virkjunarframkvæmdum. Það er ómissandi hluti af náttúruauðlegð heimsins.
Á miðhálendinu eru einnig sumar af fegurstu náttúruperlum þjóðarinnar, þeirra á meðal Hafrahvammagljúfur, Þjórsárver og Eyjabakkar. Ef við eyðileggjum þessar og aðrar náttúruperlur miðhálendisins með mannvirkjagerð verða þær ekki endurheimtar. Þær verða okkur og niðjum okkar að eilífu glataðar. (K.H. 28. nóv 98)
Það eru stórar fórnir að sökkva náttúruperlum fyrir litla ávinninga. Nú höfum við séð að það eru stórar fórnir sem við erum að færa og því hlýtur maður að spyrja sig hvað það er sem við erum að fá í staðinn. Eins og ég kom inn á í upphafi ritgerðarinnar þá eru það álverin sem eiga að bjarga atvinnulífinu á landinu. Skoðum samt aðeins þá staðreynd að það eru ekki íslensk fyrirtæki sem kalla eftir virkjunum hérnar, heldur eru það erlend fyrirtæki sem eru að moka út peningum á okkar kostnað. Einnig verðum við að líta á það að Íslendingar eru mjög metnaðargjarnir þegar það kemur að því við hvað þeir eigi að vinna og gæti því farið svo að við þyrftum að flytja inn útlendinga til að vinna í álverunum sem við eigum ekki einu sinni en erum samt að borga fyrir. Ég vil samt taka það fram bara til að forða misskilning að ég er ekki á móti innflytjendum. Einnig verður að horfa til þess að við eigum ekki endalausa virkjunarkosti og kemur það vel fram í grein eftir Hjörleif Guttormsson fyrrvernadi alþingismann. Þar kemur fram að um stefnuna í orkunýtingu ríks nú stríðsástand og að stjórnvöld bregðist ekki rétt við heldir geri einfaldlega vont verra. Ríkisstjórnin stefnir að því að not stóran hluta af virkjanlegri orku í þungaiðnað og er heldur ekkert að slóra við það. Í undirbúningi eru tvær risaálverksmiðjur en þær njóta aðildar og blessunar stjórnvalda. Þess má geta að á meðan heildar framleiðsla raforku í landinu er um 7 teravattstundir þá munu þessar verksmiðjur þurfa samanlagt einhvað í kringum 10 teravattstundir. Ég er samt alls ekki hættur að telja upp því að einnig er verið að undirbúa magnesíumverksmiðju og þar fyrir utan hafa verið gefin loforð gagnvart ÍSAL og Íslenska járnblendifélaginu á ,,tilboðsverði”. Það hefur verið metið að hagkvæmur orkuforði úr vatnsafli hérlendis nægi í um 30 teravattstundir. En þar er eingu hlíft og margir staðir sem fæstum myndi detta í hug að mínu mati að virkja á eins og t.d Gullfoss og Dettifoss eru teknir með. Til að fá réttari tölu þyrfti því líklega að helminga þessa en fyrir utan það er þó hægt að fá raforku úr jarðvarma, vind og ýmsu öðru. Það sem mestu máli skiptir er þó það að með núverandi stefnu gætum við lend í rembihnút. Stjórnvöld hafa einnig líst því yfir að þau séu samþykk hugmyndum um vetnissamfélag þar sem vetni myndi leysa af innflutt jarðeldsneyti. Til að það gangi upp þarf minnst 10 teravattstundir og þá þyrfit fullkomnustu efnarafala til. Það liggur því í augum uppi að þungaiðnaðurinn sem er á döfinni og vetnissamfélagið myndi ekki ganga upp saman nema að við myndum ganga mjög hart að náttúru landsins. (H.G. 21. jan. 01)
Því finnst mér að við eigum að vara okkur á því í hvað við erum að setja þá raforku sem við eigum kost á.
Hvað er ,,lögformlegt mat á umhverfisáhrifum” og hverjir eru það sem meta? Sem betur fer höfum við lög um það hvernig við eigum að meðhöndla viðkvæm mál sem snúa að náttúrunni, en þar segir í 1. gr.:
Markmið laga þessara er:
a. að tryggja að áður en leyfi er veitt fyrir framkvæmd, sem kann vegna staðsetningar, starfsemi sem henni fylgir, eðlis eða umfangs að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, hafi farið fram mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar,
b. að stuðla að samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða vegna framkvæmdar sem áhrif hefur á umhverfið,
c. að kynna fyrir almenningi umhverfisáhrif framkvæmdar sem kann að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og mótvægisaðgerðir vegna þeirra og að almenningur komi að athugasemdum og upplýsingum áður en úrskurður um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar er kveðinn upp. (Alþingi. 13. maí 2000.)
Þetta er hið besta mál og er ég mjög ánægður með þessi lög nema það að þau eru kannski ekki alveg jafn virk og þau ættu að vera. Ástæðan liggur kannski ekki beint í lögunum sjálfum heldur í því að umhverfisráðuneytið stendur ekki alveg undir hlutverki sínu, en það er einmitt umhverfisráðherra sem stjórnar matinu. Þetta kemur líka fram í greininni góðu eftir Hjörleif sem ég vitnaði í hér að framan. Þar stendur ,,Þegar leitað er skýringa á veikri stöðu umhverfismála í stefnumörkun stjórnvalda verður ekki framhjá því horft að sjálf stjórnstöðin, umhverfisráðuneytið, er langt frá því að rísa undir nafni og væntingum. Fjársvelti stofana ráðuneytisins er viðvarandi, eins og m.a. bitnar tilfinnanlega á Náttúruvernd ríksins og Hollustuvernd.”
Einnig stendur ,, Öll rök standa til þess að umhverfisráðuneytið gegni lykilhlutverki ásamt ráðuneytum efnahagsmála þegar um stefnumörkun til framtíðar er að ræða. Samtvinna þarf umhverfisstefnu hagrænum þáttum og leggja mat á gildi óspilltrar náttúru.” Enn fremur stendur ,,Í núverandi stjórnarsamstarfi birtist umhverfisráðuneytið mörgum sem handlangari iðnaðarráðuneytisins, m.a. í úrskurðum í viðkvæmum kærumálum.” (H.G. 21. jan. 01)
Hvað er Kyoto bókunin og hvaða tilgangi þjónar hún?
Bókun við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar var samþykkt í Kyoto í Japan í desember 1997. Þessi bókun hefur jafnan verið nefnd Kyoto-bókunin. Þar voru samþykkt lagalega bindandi útstreymismörk fyrir sex gróðurhúsalofttegundir (CO2, CH4, N2O, SF6, PFC og HFC) fyrir einstök ríki árið 2010. Þann 15. mars 1999 höfðu 84 ríki skrifað undir Kyoto-bókunina en 16. mars 1999 höfðu 7 ríki staðfest bókunina en eftir að ríki hefur skrifað undir verður ríkisstjórnin að staðfesta undirskriftina. Kyoto-bókunin tekur gildi 90 dögum eftir að a.m.k. 55 aðildarríki bókunarinnar hafa staðfest hana, en þessi ríki verða jafnframt að bera ábyrgð á a.m.k. 55% af losun CO2 árið 1990. (H.B.H. 2000)
Ísland er eina iðnríkið sem neitaði að skrifa undir Kyoto bókunina þótt við höfum fengið mestan mengunarkvóta þeirra allra. Ég held ég hafi nú ekki fleiri orð um það.
,,Við erfðum ekki landið af forfeðrum okkar, við höfum það að láni frá börnunum okkar.” Þessi spakmæli mælti einhver vitur maður sem ég kann því miður ekki að nefna. Í þessari stuttu setningu er ótrúlega mikill fróðleikur. Hún segir okkur að við megum ekki ganga svo á auðlindir jarðar að þeir sem byggja hana á eftir okkur geti ekki notið hennar jafn vel og við. Þetta held ég að sé eitt af því mikilvægasta sem þarf að hafa í huga þegar við skipuleggjum það hvernig við viljum nýta auðlindir okkar. Því miður virðast þeir sem eru við stjórnvölinn í þessu landi í dag ekki vilja fara eftir þessu heldur vilja þeir drekkja miklu af okkar dýrmætasta svæði svo að erlendir kaupsýslumenn græði enn meiri peninga en þeir gera í dag. Ég spyr bara er það besta leiðin til að gæta hagsmuna arftaka okkar?

Jón Steinar Garðarsson Mýrdal.

____________________________________________________
Heimildaskrá.
1. Kolbrún Halldórsdóttir. 1998. Með hálendinu-Gegn náttúruspjöllum. http://www.althingi.is/kolbrunh/dagb281198.htm (Sótt 4. mars 2001).
2. Hjörleifur Guttormsson. 2001. Umhverfismálin og staða Íslands. http://www.eldhorn.is/hjorleifur/vett2001/250101.htm (Sótt 4. mars 2001)
3. Alþingi. 2000. Lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. http://www.althingi.is/lagas/125b/2000106.html (Sótt 4. mars 2001)
4. Heiða Björk Halldórssdóttir. 2000. Orðalisti Umhverfisvefsins. http://www.natturuvernd.is/6_Frodleikur/Ordabok/6_3_Ordasafn.htm (Sótt 4. mars 2001)