Það hafa verið nokkuð áberandi hér undanfarið deilur á milli frjálshyggjumanna annarsvegar og eiginlega allra annara hinsvegar. Eins og reyndar svo oft vill verða þegar frjálshyggjumenn opna munnin, hvort sem þeir gera það til hins betra eða verra. Vandamálið fyrir mér er eiginlega það að oft er sagt eitthvað sem ég er kannski að hluta til sammála en umræðurnar vilja bara oft vera á mjög Þreyttum nótum.

Mig langar þess vegna að viðra aðeins hugmyndir mínar en taka fram áður en ég fæ einhver “knee-jerk” svör að ég tel sjálfan mig ekki vera frjálshyggjumann sem slíkan. Ég aðhyllist vissulega frelsi einstaklingsins, þ.m.t. rétt hans til að hafa rétt fyrir sér og rétt hans til að eyðileggja líf sitt ef hann svo kýs. Mikilvægasta verkefni ríkisvaldsins (sem ég vona að allir geti samþykkt að eigi að vera þrískipt) að minni skoðun er hlutverk þess að koma í veg fyrir að borgarar beyti hverjir aðra ofbeldi. Í samfélagi þar sem borgarar mega beyta ofbeldi af fyrra bragði hver gangvart öðrum hefur enginn hreinan rétt til lífs síns sem er jú það eina sem við öll eigum (eða a.m.k. ættum öll að eiga) þegar við fæðumst. Það er að sama skapi skoðun mín að öll ofbeldisbeyting að hálfu framkvæmdavalds ríkisins skuli bönnuð nema til að koma í veg fyrir ofbeldisbeytingu eða til að refsa fyrir hana. Athugið að ég er á móti “líkamlegum” refsingum, það að loka einhvern inni gegn vilja hans myndi ég kalla ofbeldi gegn viðkomandi!

Mig langar svo aðeins að viðra persónulegar hugmyndir mínar hvað varðar hugtakið heiðarleika gagnvart hugtakinu löghlýðni. Ég tel það augljóst að þessi hgutök eru alls ekki eitt og það sama. Ég get verið “glæpamaður” á Íslandi í dag en samt strangheiðarlegur og öfugt. Sem dæmi myndi ég telja sjálfan mig vera heiðarlegan þótt það væri kannski full langt gengið að kalla mig strangheiðarlegan. Ég virði þó í það minnsta rétt samborgara minna og fyrir það mesta læt ég þá í friði nema kannski þegar ég skrifa leiðinlegar og of langar greinar á Huga. (það er enginn að neyða ykkur til að lesa þetta!) Ég myndi hinsvegar ekki kalla sjálfan mig löghlýðinn. Ég fer eftir lögunum þegar mér finnst það rétt og brýt þau ef að mér hentar. Að því náttúrulega gefnu að ég haldi að áhættan á því að vera refsað eða refsingin sé ásættanleg svona eftir aðstæðum. Skemmst frá að segja held ég að hvorki einstaklingar né samfélagið í heild (hugtak sem mér líkar ekkert sérstaklega við) hafi nokkurn tíma borið skaða af hegðun minni. Þið megið svo draga þær ályktanir sem þið viljið af þessu.

Kemur þetta svo frjálshyggju eða stjórnmálum eitthvað við? Já, óneitanlega tel ég svo vera þar sem þarna er um kennisetningar að ræða og stórum spurningum svarað þótt á persónulegan hátt sé. En þegar ég setti hluti í þetta samhengi fór ég að rífast miklu minna um stjórnmál og hugsa miklu meira. Sem hlýtur að vera gott fyrir alla!