Oft pæli ég í því hvað er hið fullkomna stjórnarfyrirkomulag og ég hef komist að þeirri sömu niðurstöðu og svo margir stjórnmálafræðingar að það er ekki til. En þá velti eg fyrir mer hvað hentar mér? Nu er eg Húmanisti og vintsri sinnaður mjög og er mjög á móti því að einstaklingurinn þurfi að standa aleinn og hjálparlaus. Þó tel einnig að það sé hægt að finna ýmislegt gegn vinstri stefnunni. En litum bara á dæmi Bandaríkin eru ríkasta og mesta iðnríki heims og þá mundi eitthver segja ja vegna kapítalismanum, en hvaða gjald þarf að greiða fyrir að vera rikasta land i heimi?

Það er sannað mál að i Bandaríkunum eru flest morð i öllum heimium. Þar eru fatæktfólk i milljónatali og þá er ég ekki að tala bara um fólk sem býr i pappakössum heldur kjarnafjölskyldur sem eiga ekki í sig og á. Allt væri þetta hægt að laga ef ríkisstjórnin mundi bara skera aðeins af hernaðarkostnaðinum og auka útgjöld til mannúðar. En það mundi Bandaríska herríkið með George ,,the bomb“ Bush i fararbroddi. Þeir þurfa að halda áfram að þrönga sinni menningu og háttum uppá fátækari og minni þjóðir með hervaldi. Þegar ég heyrði um innrásina í Írak þá minnti það mig á eitt sem gerðist nokkuð oft á hinum blóðugu miðöldum ,,Krossferðirnar” Þar sem þúsundir hermanna réðust á lönd sem höfðu ekkert gert af sér nema að vera ekki Kristin og að taka land sem hvorugur aðili hafði stjórn yfir. En þá var það gert í nafni helags guðs og kirkju en nú í nafni frelsis. Fyrir mér gerist ekkert nýtt sama hvað gerist i mannkynssögunni þá er það bara ný útfæring á gömlu efni. Við erum bara föst í hringiðju mannkynsins og komumst ekkert burt.

Ég vona svo innilega að þessi grein hafi vakið ykkur til umhugsunnar um ýmsa hluti. Takk fyrir mig og bless.