Mig langar aðeins að segja mína skoðun á þessu máli allir hafa sínar skoðanir og ég virði það en þessi mál skipta mig miklu máli því ég er allgjört náttúrubarn og bý hérna rétt hjá þessu.
Verð að segja að mér finnst þessi virkjun bull! Ég hef oft komið þarna upp á hálendið og að Kárahnjúkum og Hafrahvammagljúfri og mér finnst þetta æðislegur staður svo fallegt þarna. Mjög mikið af fólki sem styður virkjunina hafa aldrei komið þangað og hafa ekki hugmynd um hvaða náttúruperlu þeir ætla að skemma fyrir smá ramagn.
Málið er að rafmagnið sem kemur með þessari virkjun á eftir að endast í u.þ.b 90 ár pælið í því hvað við erum að fórna fyrir eithvað rafmagn ef ég á að segja eins og er þá efast ég um að það eigi eithvað eftir að fjölga hérna á austfjörðum við þessa virkjun kannski álverið en valla virkjunin.
Það eru Ítalir sem ætla að byggjað þessa virkjun ég er ekki þekkt fyrir það að vera kynþáttarhatari og er það alls ekki en þessir Ítalar eru hrein plága! Þeir haga sér virkilega illa og eru ókurteisir, þeir eru líka svolítið á eftir áætlun skilst mér. Ég þekki nokkra stráka sem vinna þarna uppi hjá Kárahnjúkum fyrir Ítalana og þeir eru gjörsamlega að verða vitlausir á þessum Ítölum hvernig þeir koma fram við þá og hvernig þeir haga sér, einn vinur minn fékk alveg uppí háls og sagði upp því að einn Ítalinn var að rífast eithvað í honum og sagði við hann: “You are just a Icelandic boy, you´re nothing for me” (Þú ert bara íslenskur strákur, þú er ekkert fyrir mér.) Svo ætla þeir að búa til einhvern bæ þarna uppá hálendi fyrir útlenskafólkið sem á eftir að vinna þarna! Það er nú ekki hægt það er alltaf rok þarna og vont veður. þeir eru greinilega búnir að stúdera þetta þvílíkt, þeir ætla að girða allan bæinn með háu grindverki og hafa kínverjana aftast og svo koma einhervjir fleiri útlendingar á milli og svo ætla ítalarnir að vera í miðjuni (að sjálfsögðu) þeir ætlast líka til að þarna verði tennisvöllur, sundlaug og fleira bullshit. En ætla að hætta að tala um þessa Ítali.
Þegar virkjunin kemur á áin sem rennur í gegnum Hafrahvammagljúfur (stærstu og hrikalegustu gljúfrin á landinu) eftir að renna beint í Lagarfljótið og fljótið verður allt brúnt, eins og Lagarfljótið er nú sérstakt á litinn og virkilega flott, ég vil ekki sjá fljótið brúnt! Svo verður bara drulla og skítur þar sem áin var. Svo á eftir að verða töluvert meira moldrok og það á nú ekki eftir að fara vel með Hallormsstaðar skóg, stærsta skóginn á landinu.
Ég er mjög svo á móti þessari virkjun og mér finnst það vera allgjört kjaftæði að fórna þessum náttúruperlum fyrir smárafmagn. En þetta er auðvitað bara mín skoðun.
<—-Landið Þitt Er Ekki Til—->
(finnið útúr meininguni með þessu sjálf)
–