Nú virðist kosningarstressið vera að fara með Davíð Oddsson. Fyrir utan ódýrustu kosningarloforð í sögunni að bjóða skattalækkanir, þá er maðurinn farinn að fórna hagsmunum umbjóðenda sinna til að koma höggstað á pólitíska andstæðinga. Það er kannski öllu verra en loforðasúpa sem hann hefur átt að vera búinn að efna fyrir löngu.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf lofað skattalækkunum þannig að það er ekkert nýtt. Reyndar hefur flokkurinn staðið við það loforð að hluta, þe. að lækka skatta á fyrirtæki, til þessa að styrkja stöðu þeirra svo þau geti greitt hærri laun. Vandinn hér er að fyrirtækin eru að launa þessa skattalækanir með því að segja upp fólki í massavís. Skattalækun til launþega, þó ekki nema að láta persónuafsláttinn fylgja verðlagsþróun hefur aldrei verið inni í myndinni, enda er Sjálfstæðisflokknum meira í mun að styðja við velferðakerfi fyrirtækja heldur en velferð almennings.

Verst í þessari taugaveiklun Davíðs er þó að hann virðist vera að mismuna kjördæmum með þessu nýja 6 milljarða útspili til að draga úr atvinnuleysi. Þar er greinilegt að hlutur Reykvíkinga er ansi rýr, ekki nema um 15% af heildinni þótt á þessu svæði séu vel yfir helmingur landsmanna. Ástæðan virðist vera eingöngu að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Þarna er maðurinn greinilega að halda uppteknum hætti að leggja stein í götu Reykvíkinga til að til að klekkja á R-listanum og koma honum frá völdum. Núna er þó meira í húfu, því Samfylkingin er farin að sverfa illilega að honum sjálfum og ef ekkert er aðgert gæti landstjórnin líka fallið. Þetta síðasta útspil er þó lúalegt þar sem hann ræðst greinilega gegn hagsmunum eigin kjósenda.

M.