Þegar George Bush skeyti því fram að Írak, Íran og Norður Kórea væru öxulveldi hins illa gleymdi hann því að líta í eigin barm og sjá hversu hrottaleg stefnuskrá Bandaríkjanna er í utanríkismálum. Þar ríkja menn sem hafa gaman að blóðsúthellingum annara landa og svína fram hjá öllum alþjóðasáttmálum til þess eins að hagnast á olíu eða öðrum hlutum. Tökum dæmi: Bandaríkjamenn studdu Saddam Husein í stríði um Íran og létu þá fá alskyns vopn sem þeir ætla nú að ná af þeim með hrottalegu stríði. Og þeir hagnast nú líka á því að fara inn í Írak með olíu sem þeir munu væntanlega ræna. Bandaríkjamenn réðust inn í Víetnam til að bejast gegn Víet Kong. Hvers vegna börðust þeir við Víet Kong, jú vegna þess að þar ríkti einræðisherra sem píndi fólk sitt í góðvild Bandaríkjamanna. Það er líka hægt að taka dæmi um það að BNA studdi líka Osama Bin Laden gegn Sovíetríkjunum en nú er hann hataðasti maður í BNA. Út frá þessu er hægt að fá þá niðurstöðu að BNA er ríki sem er að öllu leyti sama um líf eða þjáningar erlendra en Bandarísk líf eru að sjálfsögðu mikills virði. Í Bandaríkjunum ríkir hálfgerður einræðisherra sem dáleiðir fólk í þjóðarstolti og tortrigni á öllum nágrannaþjóðum. Það leiðir að sjálfsögðu til blóðsúthellinga og leiðir til stríðs. Ísrael drepa alla Palestínu menn sem þeir sjá án dóms og laga og sleikja BNA upp. Einnig gera yfirvöld í Bretlandi ekkert annað en að hlíða Bandaríkjamönnum í einu og öllu. Til hvers að afvopna Írak, Íran og Norður Kóreu þegar svona lönd ganga með þvílíkum bersergsgangi í heimi þjóðanna. Afvopnum frekar þessi lönd.