Mér hefur oft runnið það til rifja hversu tilbúnir stjórnmálamenn eru að uppáskrifa ALLT er lýtur að nýjungum í heilbrigðisgeiranum enda sitja þeir í súpunni í dag, súpu ofurkostnaðar sem ekki inniheldur að lágmarki grunnþjónustu við ALLA íbúa landsins, heldur aðeins hluta þeirra. Grunnþjónustan kostar nefnilega hvað minnsta skattpeninga okkar og er forvörn númer eitt em sérfræðiþjónustan sem aðeins er til staðar á fjölmennustu svæðum kostar mun meira og óheft aðgengi þar, er firring ein.

Afar fáir nenna að velta vöngum yfir þessum málaflokki sökum flókinda en raunin er sú að ef við viljum verja peningum okkar vel, þá þurfum við að skoða þennan málaflokk grannt og þá skilvirkni sem þar er til staðar.

Skilvirknina skortir nefnilega mjög að mínu mati ekki hvað síst vegna þess að ENGAN gagnagrunn er að finna um hvað kerfi þetta hefur verið að gera áratug eftir áratug, þar sem heimildir fram yfir fjárlög hafa fremur verið regla heldur en undantekning.

Hinir ýmsu hópar starfsstétta innan þessa geira hafa róið árum sínum launalega vegna umfangsins við rekstur þennan mjög svo óhóflega miðað við aðra hópa í krafti stöðu sinnar sem kostað hefur skildinginn fyrir ríksissjóð.

Árangursmat og eftirlit er í höndum þess sem einnig hefur með að gera að standa faglega að kerfi þessu þ.e. embætti Landlæknis.

Biðlistar t.d. í bæklunaraðgerðir þýða það að ávísað er í massavís
verkjalyfjum til handa þeim sem bíða eftir aðgerð óvinnufærir.

Á meðan standa kanski skurðstofur auðar vegna þess að ekki er mögulegt að fá lækna til að starfa í fullu starfi inni á sjúkrahúsunum við að minnka biðlista.
Þeir eru nefnilega með einkastofur úti í bæ, þar sem þeir hafa samkvæmt samningum við Tryggingastofnun betri laun fyrir að starfa þar.

Almenningur niðurgreiðir lyf til þess að lina þjáningar fólks á biðlistum og lyfjafyrirtækin þéna, meðan læknar sinna einkastofurekstri og framkvæma minni aðgerðir á eigin skurðstöfu með aðstoð svæfingalækna sem eru að virðist hæst launaðasta stétt landsins með allt að því 40. milljónum á ári í laun.

Ferðalag fjármagnsins í þessu efni frá þeim er greiða skatta til þess er nota þarf síðan þjónustuna er því nokkuð langt og ekki nóg með það
viðbótargjöld eru innheimt við rannsóknir og komur, allra handa þrátt fyrir þær stórkostlegu skattekjur sem runnið hafa úr vasa allra til þess að reka þetta kerfi ár og áratugi og fólk almennt hélt sig hafa nú þegar greitt fyrir.

Stjórnmálamenn skirrast við að ræða þennan málaflokk til þess að fá ekki lækna upp á móti sér líkt og þeir séu enn á hinum gamla stalli með prestum og lögfræðingum.

Verði mönnum að góðu við úrvinnslu verkefna framtíðarinnar, því
hér þarf að taka í taumana og flokka og forgangsraða ef vel á að vera.

Til þess að byrja með væri ágætt að skoða það atriði að allir starfsmenn eru ekki jafnhæfir og taka upp uppplýsingu til almennings í því efni í stað þess að samjafna ágætið eins og gert er í dag ef ríkið á annað borð telur sig þess umkomið að hafa þetta verkefni allt með höndum og bera ábyrgð á því.

með góðri kveðju.
gmaria.