Bara svona til að byrja með þá átta ég mig á því að þetta er ekki almenni þráðurinn til að setja svona fyrirspurn, en þar sem að ég hef spilað ágætlega mikið á mínum tíma þá fannst mér þetta ekki eiga heima á “Byrjendur” þræðinum.

Allavegana, ég er 19 ára “gutti” og er að leita að D&D hóp (3.5 eða 4.0, skiptir engu máli). Eins og ég sagði þá hef ég þó nokkra reynslu á að spila D&D (3.0 og 3.5) og hef haft mikið gaman af. Hef reyndar ekkert spilað neitt seinasta árið eða svo vegna áhugaleysi annara. En já ég er staðsettur í Kópavogi og væri mikið til í að komast í hóp innan höfuðborgarsvæðisins. Ef einhver hópur þarna úti er til í að taka að sér einn spilara í viðbót þá væri ég ægilega þakklátur fyrir það :P.

P.S Ég vill taka það fram að ég er ekki mikið til í mjög alvarlegt RP þó svo að ég er ekki að fara að fíflast eitthvað eins og smá barn. Mér finnst bara örlítið kjánalegt að RP of mikið þó svo að ég virði þá sem það gera.