Nú þegar ég fer að plana næsta Mini Mót fer ég að pæla hvort ég ætti að nota formið sem við kynntum hérna fyrir nokkru. Nýa formið einkenist soldið af því að það ríkir nokkur óvissa hvað spilarana varðar um hvað verður spilað nema þeir vita að þeir eru að fara spila Fantasy,Horror eða Sci-Fi kerfi en ekki nákvæmlega kerfið sjálft. Það er að segja að menn skrá sig í eitthvað af þessu þrennu sem ég nefndi hérna fyrir ofan og við finnum stjórnendur í þann geira sem mest er skráð í. Þið sem venjið komu ykkar á Mini Mótin endilega komið með skoðun ykkar á þessu hvort við ætum að taka þetta upp eða halda okkur við formið sem hefur verið hingað til.