sorry, ég veit að ég er búinn að pósta þessum character hérna á öðrum stað, en mér finnst hann bara svo þrusuflottur að ég varð að láta hann fá sinn sér þráð! :D

Kerfi: D&D 3.ed./3,5
Nafn: Baroostor Karthal Gamrael
Aldur: 42 ára
Race: Human (half Silverdragon)
Level: 23 (13 level Sorcerer/10 Silverdragon Disciple)
Rank: Inforcer of Bhaal.
Lýsing: Large human, um það bil 380 cm á hæð. mjög vöðvamikill og tignarlegur, en jafnframt einstaklega dimmur, drungalegur og ógnandi. allur líkami hans er þakinn silvruðu drekahreistri og á höfðinu ber hann tvö risastór svört horn. hann er með stóra drekavængi á bakinu og einstaklega “drekalegar” fætur (risastórar klær og vel hreistraðar). óttablendin virðing, virðuleiki, myrkur og miskunnarleysi eru orð sem einkenna Baroostor.hann notar vængina óspart í bardaga og finnst það einkar hressandi að nota sverðið sitt (+3 vorpal Fullblade of brilliant energy) ásamt destruction göldrum til að stúta öllu sem er í vegi fyrir honum.

frá blautu barnsbeini hafði Baroostor fengið kennslu í að ná tökum á galdrakraftinum sem ólgaði inni í honum, en þar sem foreldrar hans fannst meira þurfa til að lifa af en að geta galdrað var hann þjálfaður með vopn samhliða galdraþjálfuninni.

Þegar Baroostor varð orðinn fullvaxta fór hann frá litla bænum sínum til að sanna manndóm sinn (sem var siður hjá ættinni hans og hafði verið í mörg árhundruðum.) einn út í náttúrunna, þar sem hann kæmi ekki heim fyrr en hann hafði náð stjórn á sínu innra sjálfi og galdramætti. eftir 8 mánuði án þess að sjá eina einustu manneskju fékk hann vitrun, eina af nokkrum sem áttu eftir að fylgja. hann sá drekann sem stofnaði ættarbogann hans fyrir mörgum árhundruðum. drekinn sagði honum að hann ætti eftir að gera stóra hluti þegar tímar liðu, svo lengi sem hann læti undan vilja örlaga hans. hann fór því að taka breytingum, breytast í dreka.

hálfu ári seinna komst hann í samband við hóp manna sem lifðu utan siðmenningarinnar, nokkurs konar útilegumenn, menn sem höfnuðu gildum hins almenna borgara, og líka menn sem hinn almenni borgari hafði hafnað. þessir útilegumenn ógnuðu litlum bæjum þar sem þeir rændu öllu sem hægt var. því meira sem Baroostor rændi og drap, því meiri ánægju fékk hann útúr því að drepa og ræna! nótt eina fékk hann vitrun, en hún var ekki frá drekanum. honum birtist mikill maður, myrkur og hætta stóð frá honum. þessi maður sýndi honum hræðilega hluti, hluti sem hann sjálfur (Baroostor) átti eftir að gera. Morð eftir morð, slátrun eftir slátrun, blóðbað eftir blóðbað!

Baroostor sagði við hópinn sinn eftir eitt mesta blóðbað sem þeir höfðu verið í, að hann ætlaði að fara frá þeim í stuttan tíma en kæmi aftur og þeir ættu að bíða eftir komu hans. Baroostor fór aftur heim í bæinn sinn. þegar hann kom til bæjarins komu allir bæjarbúar til hans til að fagna honum, einnig til að sjá þessa undarlegu breytingar sem höfðu átt sér stað á honum. hann var orðið risastór, húðin hreistruð og kominn með drekavængi á bakið. þegar allir voru komnir til hans hóf hann fjöldamorðið. hann drap hvern einn og einasta íbúa bæjarins, frændur sína, frænkur, alla fjölskyldu sína og æskuvini. þetta var prófraun (sem hann stóðst með miklum ágætum) til að sanna sig, fyrir örlögum sínum, að stuðla að endurkomu guðsins Bhaal.

hann fór aftur til hópsins síns, þar sem sem hann gerði þá að “Bhaal-fylgjendum” og stofnaði hann samtök tileinkuð að tryggja endurkomu Bhaals. núna er hann að skipuleggja (og hrinda sjálfur í framkvæmdur) ýmis voðaverk í nafni myrkahöfðingjans.
Nafn: Knotania