Hérna kemur annar kafli, var dálítið latur og gleymdi þessu alveg.

“Það á eitthvað eftir að mistakast, ég veit það!” Sagði Garett við félaga sinn og náði í gulrót úr bakpokanum sínum.
Þau voru nú búin að bíða í ágætis tíma og Caren var lengur en planað hafði verið.
“Þegiðu og hættu að vera svona svartsýnn, hún hefur eflaust bara stoppað til að ræna einhverju eða eitthvað í þá áttina.” Svaraði Vicktor og tók upp kíkinn sinn.
Hann leit í átt að kastalanum og upp í útsýnisturninn því honum fannst hann hafa séð Caren.
Og þetta var Caren, hún sveiflaði hvíta dúknum eins og talað var um og Vicktor sveiflaði hvítum klút á móti til að sýna að allt var í lagi og ekkert hefði farið úrskeiðis.
“Hún er komin upp í turnin, og allt gekk vel ” Sagði hann við Garret og setti svo kíkinn í bakpokann sinn.
Svo gengu þau af stað í átt að útsýnisturninum og stoppaði við brún sýkisins
og litu upp.

Caren sá Garret og Vicktor koma labbandi, hún tók af sér bakpokann sinn og tók upp úr honum eins reipi og hún hafði notað til að koamst upp á vindubrúnna bara mikið lengra.
Hún festi þríkrækjuna við brúnina á einum glugganum á turninum og henti reipinu niður til þeirra.
Vicktor festi hinn endan á reipinu í jörðina og hófst svo handa við að klifra upp.
Þegar hann var kominn upp benti hann Garret á að koma upp því að Garret var ekki ennþá lagður af stað.
Allt í lagi, þú getur þetta, bara ekki horfa niður og þetta verður búið áður en þú veist af því, hugsaði Garret með sér og horfði á reipið.
Síðan tók hann um reipið og byrjaði að klifra upp.
Þegar hann var um það bil hálfnaður upp datt skyndilega eitthvað niður og lenti í vatninu, hann gáði hvort að þetta hefði verið annað af sverðum hans en þau voru bæði þarna, þá mundi hann eftir að han nhafði gleymt að loka bakpokanum og heyrði í öðrum hlut detta niður.
Hann langaði að loka pokanum en þorði ekki að sleppa reipinu svo að hann hélt áfram að klifra.
Hann reyndi að klifra þannig að pokinn sneri sem mest upp en gekk ekki vel svo að þetta hægði mikið á honum.
Garret var næstum því komin þegar hann heyrði Vicktor kalla “Hnötturinn, Garret!”
Garret sleppti snöggt reipinu með annari hendi og þreifaði á bakpokanum, hann fann að hnötturinn stóð hálfur úr pokanum. Hann reyndi að ýta honum aftur inn en það gekk ekki mjög vel því að pokinn hans var stútfullur af öðru drasli og það hafði verið erfitt að koma hnettinum ofan í upphaflega með báðum höndum og góðri aðstöðu.
Skyndilega datt hnötturinn úr pokanum.
Garret leit niður og sá hnöttin detta, honum tókst með naumindum að grípa um hnöttin og stöðva fall hans.
Það tók hann smá smá tíma að jafna sig á þessu, en svo áttaði hann sig og starði niður skelfingu lostinn.
Niður í sýkið voru um það bil 30 metrar og í sýkinu beint fyrir neðan hann hafði skuggin stoppaðog beið fyrir neðan hann, hann sá að ef hann dytti væri ekki möguleiki á að lifa af hvort sem hann lent í síkinu eða ekki.
“Náðirðu hnettinum?” Spurði Caren hann og var áhyggjufull í röddu.
Garret svaraði ekki, hann var lamaður af hræðslu og gat ekki hrært augun af skugganum sem beið fyrir neðan hann og hann gat svarið að hann sá glitta í stórar tennur og augu sem voru ekkert nema hrein illska.
Vicktor sneri sér nú að hurðinni því að einhver hafði greinilega heyrt í honum kalla á Garret.
Hann beið við hurðina með langsverðið á lofti.
Tveir verðir voru að koma að hurðinni báðir voru með atgeira og tilbúnir í bardaga.
“Hljóðið kom héðan” Sagði sá fremri þegar hann sá hurðina.
Aftari varðmanninum brá meira en lítið þegar höfuð félaga hans flaug af honum og líkaminn datt aftur og rúllaði framhjá honum.
Hann sá morðingjann í eitt augnablik áður en hann fékk kasthníf í hjartað og dó samstundis.
Caren hljóp að honum og skar hann á háls itl öryggis á meðan Vicktor fór að gá að Garret.
“Garret, flýttu þér upp, þú dettur ekki!”
Garret þorði varla að tala en tókst þó að segja “Vicktor, ég get ekki klifrað með hnöttin í annari hendi…”
Vicktor fattaði nú að þau voru í miklum vandræðum, hann vissi að þau yrðu að taka smá áhættur.
“Garret”
“Já hvað?”
“Hentu til mín hnettinum”
“HA? Ertu eitthvað ruglaður maður!”
”Við getum ekkert annað gert!”
“Já en..”
“Hentu bara helvítis hnettinum upp”
“Jæja þá” Sagði Garret að lokum því hann var að missa takið og vissi að hann yrði að fá tak með báðum höndum á reipinu.
Vicktor gerði sig tilbúin og hallaði sér eins mikið fram út turninum og hann gat.
“Ég er tilbúinn, hentu honum”
Garret dró djúpt að sér andann og henti svo upp, en hnötturinn var aðeins og langt frá Victkori.
Vicktor sá þetta og hallaði sér ennþá meira út um gluggan, hann náði hnettinum en var hinsvegar komin það langt að byrjaði að detta.
Skyndilega fann hann kippt í taglið sitt, hann hékk núna næstum láréttur út um gluggan og var aðeins haldið uppi á hárinu.
Garret dauðbrá og hélt að Vicktor myndi detta á sig en byrjaði að klifra upp.
Caren tók með hinni höndinni í fléttuna og togaði eins fast og hún gat, Victkor tók fyrir munnin á sér með annari hendi og öskraði dálítið, að lokum tókst henni að toga hann upp.
Hann setti hnöttin á gólfið og tók um hausinn á sér.
“Gastu ekki gripið um neitt annað en hárið!” Sagði hann reiðilega
“Heyrðu ég þurfti að flýta mér!” Svaraði hún hneyksluð á vanþakklæti hans fyrir lífbjörg sína.
“Jæja, þetta var skárra en að drepast”
Garret komst loksins upp, hann andvarpaði og strauk jörðina.
Victkor gekk að honum og tróð hnettinum aftur í pokann, svo lokaði hann pokanum.
“Garret, reyndu að muna eftir að loka næst.” Sagði Victkor og gekk í átt að tröppunum.
Þau læddust öll niður stigann og komu niður þar sem hurðirnar tvær voru.
Caren leit til öryggis inn í herbergi mannsins sem hún hafði svæft.
Hann var ennþá sofandi og myndi vera það næstu klukkutíma.
Vicktor læddist að hinni hurðinni í herberginu, hann opnaði hana ofurlétt.
Þarna inni var bara kamar.
Hann kom svo út og sagði “Jæja þá er það bara að finna prinsessuna”
“Ég veit hvar hún er” Sagði Caren og brosti
“Ha? Hvernig veist þú það?” Spurði Garret Caren og var hissa á svip
“Hann sagði mér það” Hún benti á mannin í rúminu.
Garret tók eftir hnúðnum sem vantaði á rúmgaflin.
“Þess vegna var hún svona lengi….” Sagði hann við sjálfan sig.
“Jæja hvar er hún” Sagði Vicktor og var glaður að þurfa ekki að kíkja í öll herbergi.
“Hurðin lengst til vinstri í stóra turninum”
“Jæja eftir hverju erum við að bíða!” Garret gekk niður stigann og hin fylgdu á eftir.
Litu upp og fundu út hvaða turn var stærstur.
Svo læddust þau að þeim turni og stoppuðu fyrir framan hurðina.
Garret lagði höfuðið við hurðina og heyrði 4 manneskjur tala saman.
“Það eru fjórir verðir þarna inni” Hvíslaði Garret að þeim og dró upp bogann
Vicktor dró upp sverð sitt en Caren tók upp tvo kasthnífa.
“Á þremur” sagði Vicktor og gekk að hurðinni, “Einn, tveir, þrír”
Hann kippti upp hurðinni, verðirnir kipptust við því þetta kom þeim algjörlega að óvörum.
Garret skaut ör í einn þeirra og hann féll niður dáinn.
Caren henti báðum hnífunum í einn þeirra meðan Vicktor rak einn vörðinn í gegn og gaf hinum olbogaskot í framan svo nefið mölbrotnaði.
Varðmaðurinn bakkaði og greip um nefið.
Þá hafði Vicktor kippt sverðinu úr hinum manninum, bar það upp að hjarta mannsins og spurði “Hvar er dýflissan?”
Vörðurinn var mjög ungur og svaraði samstundis greinilega mjög hræddur.
“Hún er hérna fyrir utan, það er vel falinn hleri rétt við hesthúsið, hérna er lykillin!”
Vörðurinn rétti Vicktori lykilinn.
Eftir að vörðurinn hafði rétt honum lykilinn rak Vicktor sverðið í gegnum hann.
Garret brá og ætlaði að segja eitthvað en Vicktor var fyrri til, “Þeir eru allir jafn slæmir” Og svo gekk Vicktor í átt að hesthúsunum og byrjaði að renna höndinni eftir jörðinni, á einum stað var jörðinn aðeins öðruvísi, hann hélt áfram að þreifa og fann eins og lítinn hlera sem lá yfir skráargati.
Hann opnaði hlerann varlega og leit niður.
Einn vörður lá sofandi þarna með lykil og hurð hjá honum.
Vicktor klifraði varlega niður stigann, og gekk að verðinum, Garret og Caren fylgdu eftir og lokuðu hleranum varlega.
Vörðurinn vaknaði þegar Vicktor var kominn upp að honum, hann byrjaði að öskra en öskrið þagnaði snöggt þegar Victkor rak sverðið upp í hann og í gegn.
Síðan tók hann lykilinn og opnaði hurðina.
Inni sátu nokkrir fangar en þau höfðu aðeins áhuga á tvem þeirra.
Mjög stór maður og lágvaxinn kona sátu hlekkjuð á báðum höndum fótum og hálsi upp við vegg.
“Mikið var að þið komuð!” Sagði konan í hæðnistón þegar Vicktor leysti hana.
“Við töfðumst aðeins” Svaraði Vicktor á meðan hann leysti manninn.

Svo held ég bara áfram að senda þetta inn í köflum.