Það var kominn nótt og þögn sveimaði yfir bænum, allir voru sofandi nema nokkrir varðmenn sem sáu um að halda bænum öruggum. Við aðalhliðið inn í bæinn stóðu tveir varðmenn.

“Djöfull er ég þreyttur!” sagði varðmaðurinn Naþan við félaga sinn. “Ég myndi gera hvað sem er til að fá að hvíla mig núna!” Hélt hann áfram og settist niður.
“Hættu þessu væli, þegar þú skráðir þig í þetta starf vissirðu vel hvað þú þyrftir að gera” Svaraði félagi hans og fékk sér sopa af vatni. “Stattu nú upp og hættu þessum aumingja skap!”
“Jæja allt í lagi” Naþan stóð upp og geispaði, “Heyrðu Rató, hvað segirðu um að ég fái mér smá blund og þú bara segir engum frá því?”
“Nei”
“Rató, sýndu nú smá góðmennsku og leyfðu mér að sofa aðeins. Þú geturekki ímyndað þér hvað ég er þreyttur!”
Rató hugsaði sig aðeins um, og svaraði síðan, “Bara í stuttan tíma”
“Takk æðislega, ég skulda þér greiða!”
Naþan tók af sér hjálminn, lagðist niður og var fljótt sofnaður. Rató fór inn í litla varðmannsskýlið hjá hliðinu og flautaði lítinn lagstúf, en eftir smástund fór þreytan líka að sækja á hann.
Hann fékk sér sopa af vatni og hellti smá á hendurnar á sér og nuddaði framan í sig.
En það var aðeins tímabundinn lausn og hann varð fljótt aftur þreyttur, hann opnaði vatnfslöskuna og ætlaði að fá sér sopa en hún var tóm.
Djöfulsins, hugsaði Rató en brunnurinn var rétt hjá svo að hann gekk bara að brunninum og fyllti flöskuna, þegar hann hafði fyllt flöskuna skvetti hann smá vatni framan í sig og gekk aftur að sínum stað.
“Jæja Naþan tími til að vakna” sagði Rató og ýtti laust við honum með löppinni.
En hann vaknaði ekki við það, “Naþan vaknaðu!” sagði Rató og ýtti fastar á hann.
En hann vaknaði ekki.
Rató beygði sig niður og sneri honum við og sá þá rauða rönd á hálsinum á honum, hann leit betur á röndina og sá að þetta var djúpur skurður og fann svo að Naþan var púlslaus og andaði ekki.
“Hvað í….” Byrjaði Rató en stoppaði við það að skyndilega stökk manneskja út úr varðskýlinu og henti honum á veggin. Hann ætlaði að hrópa en tókst það ekki því um leið og hann opnaði munnin fekk hann kasthníf í hálsinn og dó samstundis.
Manneskjan sem hafði stokkið úr skýlinu gekk að sveif sem var þarna rétt hjá og tók í hana varlega, hliðið opnaðist hægt og rólega og inn gengu tvær manneskjur, alklæddar í svart. Önnur þeirra var lítil, með dökkt stutt hár og hin var í meðalhæð með brúnt sítt hár.
Síðan var hliðinu lokað og manneskjurnar drógu líkin inn í varðskýlið.
Þær fóru síðan í átt að kastalanum sem var í miðjum bænum, og komust þangað með því að felast í skuggum og á bakvið hluti á leiðini.
Þegar þær komu nokkuð nálægt kastalnum stoppuðu þær inni í skugga og virtu kastalan fyrir sér. Kastalinn var ekki það stór miðað við kastala og á honum voru þrír turnar, einn þeirra gnæfði þó upp úr. Á kastalanum stóðu líka nokkrir varðmenn, vopnaðir langöxum.
Ein af manneskjunum þremur tók upp boga og skoðaði vel kastalan, síðan lagði hún ör á streng og skaut niður eimanna varðmann sem var hálfsofandi, síðan skaut hún aðra þrjá og núna voru engir verðir sem gættu vindubrúarinnar.
Manneskjurnar hlupu í átt að vindubrúnni og litu niður í síkið.
Það var heldur djúpt og ofan í vatninu hreyfðist stór langur skuggi í kringum kastalann, þær langaði helst ekki til að kynnast hvað þetta var.


Ein af manneskjunum tók nú upp reipi með þríkrækju á hinum endanum og henti í átt að vindubrúnni, í fyrstu tilraun hitti hún ekki, en eftir nokkrar tilraunir hitti hún markið. Efst uppi var bil á milli vindubrúarinnar og kastalaveggsins sjálfs og þar hafði hún hitt, hún kippti fast í reipið og togaði til að gá hvort það væri fast, það var vel fast og myndi ekka gefa losna, á hinum enda reipisins var nokkurnveginn tjaldhæl sem að reipið fór í gegnum opið á og var bundið fast, hún stakk honum svo í jörðina og ýtti síðan á lítin hnapp á “tjaldhælnum” og þá spruttu út 4 armar frá hverri hlið og svo stakk hún þeim í jörðina. Í leiðinni tók hún upp stein og setti í vasan. Alltaf góðir í að draga athygli fólks til sín.
Þegar þetta var pikkfast þá hófst hún handa við að klifra upp reipið. Þegar á endastað var komið smeygði hún sér inn í opið og lá þár ofan á vindubrúnni.
Ekki hver sem er gæti smeygt sér þarna inn, en Cares var enginn hver sem er.

Caren var hobbiti sem hafði lengi lært þjófalisitr, þegar hún var yngri var hún sístelandi kökum og svoleiðist löguðu og síklifrandi og pabbi hennar sem var þjófur vissi strax að hún yrði gott efni í þjóf. Þegar hún var 11 ára fór hann með hana í ferð til Traal sem endaði þannig að hún gekk í lítið þjófagengi föður síns sem varð brátt stórt og öflugt með þau feðgin í fararbroddi. Caren hafði strax vitað að þetta hentaði henni frábærlega og var mjög ánægð með þetta. Hún var allra kvenþjófa fimust klifra og smeyga sér inn í mjóar sprungur og fékk mikla virðingu meðal þjófa.
En svo breyttist allt líf hennar einn dag.

Hún leit niður af vindubrúnni inn í kastalann og sá tvo varðmenn standa aðeins í burtu við stiga sem lá upp, hún tók upp steinin, henti honum fast í jörðina og hnipraði sig síðan fast niður á brúnna svo að hún sökk inn í skuggan.
“Hvað var þetta!?” Spurði einn vörðurinn hinn
“Veit það ekki”
“Við verðum að finna það út, þetta gæti verið árásarmaður”
“Satt er það”
Svo fóru verðirnir að labba um og skoða hvaðan hávaðinn kom.
Einn þeirra labbaði og stigann og á sama tíma labbaði hinn í átt að hliðinu.
Þá stökk hún niður, lenti sitjandi ofan á öxlunum á honum og skar hann á háls.
Hún flýtti sér að draga hann í burtu og henti honum inn í hesta bás og skellti smá heyi yfir.
Jæja enginn uppi, best að hjálpa Lantar að leita niðri, hugsaði vörðurinn meðan hann gekk niður stigann. Þegar hann var kominn niður stigann leit hann í kringum sig en sá ekki Lantar. Hann fór að leita að honum og gekk í átt að hestabásunum hann leit niður og á sama augnabliki fékk hann hníf djúpt í hjartað og féll niður dauður.
Eftir að hafa sett hann á sama stað og hinn varðmannin læddist Caren upp stigann.
Þegar hún var kominn upp stigann kom hún inn í lítið herbergi þar sem voru tvær hurðir og einn stigi upp.
Hún vissi að hún ætti að fara upp en hún varð að fá að vita hvað var fyrir innan hurðirnar.
Hún leitaði að gildrum í vinstri hurðinni og fann engar. Síðan leit hún í gegnum skráargatið og skoðaði aðeins herbergið. Það var myrkur svo hún sá ekki mikið en þegar hún lagði eyrað upp að hurðinni heyrði hún hrotur.


Hurðin var ólæst svo að hún opnaði hana ofurlétt og hallaði á eftir sér en lokaði þó ekki.
Í rúminu lá maður, á bilinu 50-60 ára, með hvítt þunnt hár stórt nef og græn augu.
Hann var í fínum silki náttfötum, rúmið var gyllt og sængin var dúnmjúk.
Greinilega einhver háttsettur maður.
Caren tók upp hnífinn sinn og setti hann upp við háls mannsins. Síðan sló hún hann svo hann vaknaði og greip fyrir munnin á honum.
Skelkaður maðurinn kipptist til og hefði eflaust skorið sjálfan sig á háls ef að hún hefði ekki kippt hnífnum til baka, ýtt honum niður og sett hnífinn aftur upp við hálisnn á honum.
“Ekki einu sinni hugsa um að öskra” urraði Caren á hann og ýtti hnífnum aðeins að hálsinum á honum svo að hann fyndi fyrir honum.
“Þú lifir af ef að þú bara segir mér einn hlut”
Maðurinn kinkaði kolli.
“Hvar sefur dóttir konungsins?” Spurði Caren og tók hendina rólega frá munninum á honum.
“Ég get ekki sagt þér það!” Sagði maðurinn en hún sló hann þá og skar lítinn skurð í hálsinn á honum.
“Ef þig langar til að geta sett hendina inn í hálsinn á þér og þreifað á honum að innan, skaltu sleppa að segja mér hvar hún sefur, annars skaltu tala”
Maðurinn horfði hræddur í augu hennar í smástund, og sá að hún meinti þetta fullkomnlega.
Síðan sagði hann skelkaður “Þú ferð upp stigann í stóra turninum, hurðin lengst til vinstri”
“Þakka þér fyrir” Sagði Caren og stráði einhverju dufti yfir andlitið á honum svo að hann sofnaði samstundis.
Síðan labbaði hún í átt að hurðinni en stoppaði til að skrúfa einn hnúð af rúmgaflinum og setti hann í bakpokann.
Svo labbaði hún upp stigann í útsýnisturninn.
Þegar hún kom upp í turninn tók hún upp úr vasanum hvítan dúk, hún sveilfaði dúknum út um gluggan í þó nokkurn tíma, og tók svo upp kíki og leit út.
Hún sá manneskju að veifa hvítum klút fyrir utan.
Frábært, hugsaði Caren með sér, þá er það næstu partur áætlunnarinnar.