Einhverjir spunaspilarar hafa sjálfsagt veitt því athygli að hið góða fyrirtæki Sword and Sorcery er að gefa út gamaldags pappírsútgáfu af netleiknum fræga EverQuest.

Pappírsútgáfan notast við d20 kerfi Wizards of the Coast og er því í raun “World Setting/Conversion” fyrir D&D3rd Edition.

Miklu hefur þó verið breytt til að ná áhrifum úr tölvunni yfir á pappír, og verður ég að segja að mér þykist vel hafa til tekist.

Mörgum kann að finnast að um sé að ræða öfuga þróun, þar sem tölvuleikir sem EverQuest eru auðvitað afsprengi spunaspila, og sér í lagi D&D. Almennt má kannski segja að slík þróun sé líkleg til að vera skref afturávið, en að því marki sem ég hef getað skoðað þetta nýja spil verð ég að segja að mér þykir vel hafa til tekist, og þykist viss um að EverQuest eigi eftir að sóma sér vel í spunaspilasafni undirritaðs.

Betur má svo kynna sér gripinn á vefslóðinni: www.eqrpg.com

Vargu
(\_/)