Jæja þá er komið að því.

Komin er dagsetning á næsta mót og verður það haldið helgina 8.-9. júní. Ég vona það að þessi dagsetning komi sér vel fyrir flesta (helst alla).

Enn er verið að vinna að fyrirkomulagi næsta móts, t.d. eins og hvenær, hvar og hvernig skráning verður.

Það gæti farið svo að stjórnendur fái einhversskonar stigagjöf, þá ekki í formi keppni heldur bara fyrir þá sjálfa svo þeir geti séð hvernig þeim gekk osfv. Þær tölur yrðu ekki birtar.

Leigugjald á húsnæði Ásatrúarfélagsins hefur hækkað umtalsvert en ég sé ekki ástæðu til að hækka miðaverð að svo stöddu. Ef við fyllum mótið þá munum við standa á núlli. Svo ætla Ásartrúarmenn að sjá hvernig næsta mót gengur og ef allt gengur í sómanum höldum við sama leiguverði annars eigum við vona á enn frekari hækkun eða 100% hækkun frá mótinu á síðasta ári.

Fáfnir tímaritið er að fara af stað aftur eftir langan svef. Það er ágætur félagi minn Árni sem hefur hug á að vera ritstjóri og safna saman efni í Fáfnir tölublað 3 :) Ég vona að sem flestir taki vel í þetta og sendi inn fjöldan allan af greinum. Ef þú hefur grein eða mynd þá getur þú sent hana til mín thestone@simnet.is

Kær kveðja,
-Steini formannen
Kveðja,