Í gegnum tíðina hafa fjölmargir sett sig í samband við mig og fengið ævintýri hjá mér sem ég hef skrifað. Ég hef nú ekki tölu á þeim skiptum en þau eru fjölmörg. Það virðist því vera að minnsta kosti smá áhugi á því að spila ævintýri sem eru fyrst og fremst á íslensku og skrifuð af íslensku höfundum.

Mig langar því til að gera smá tilraun.

Málið er að ég er búinn að vera skrifa ævintýri fyrir mótið. Það er sett upp eins og hvert annað útgefið ævintýri, með textaboxum til lestrar, skipulögðum encounters, NPC statblocks, kortum osfrv., bara rétt eins og hvert annað ævintýri sem þú kaupir út í búð.

Það er hugsað fyrir Ravenloft heiminn en það er auðvelt að koma því fyrir í hvaða heimi sem er. Ætlunin er að það henti 5-6 hetjum á 4. leveli.

Ævintýrið er skrifað á íslensku og í því er að finna allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að spila ævintýrið. Ekki þarf neina sérstaka kunnáttu í Ravenloft og nægir að eiga Core bækur D&D 3.5.

Ævintýrið heitir Vandræði í Weltbrunn og lögð er mikil áhersla á spunaspilun (e. roleplay) umfram bardaga, þó vissulega séu þeir líka til staðar. Það mætti flokka ævintýrið sem gotneska rannsóknarsögu (e. gothic mistery).

Mig langar til að bjóða þetta ævintýri til sölu, útprentað og fínt, fyrir litlar 1000 kr..

Ég mun prenta út örfá eintök og verður þetta einfalt, fyrstir koma, fyrstir fá. Þeir sem vilja, geta sett sig í samband við mig hér á huga, annað hvort með einkapósti eða með því að svara hér og tryggt sér eintak í n.k. forsölu.