Generic Universal Roleplaying System Varúð: þessi grein gæti talist hundleiðinleg.

Einhverjir vita kannski að ég er mikill aðdáandi GURPS kerfisins frá Steve Jackson Games. GURPS stendur fyrir eins og titillinn segir Generic Universal Roleplaying System. Mig langar til að tíunda kosti kerfisins þar sem mér finnst það ekki fá þá viðurkenningu sem það á skilið. Ég vill taka fram að þegar ég segi að GURPS hafi einhvern kost þá þýðir það ekki að önnur spil hafi hann ekki. Ég er ekki að reyna að gera lítið úr öðrum spilum.

Í fyrsta lagi er GURPS kerfið hannað til að spilað sé í því hvenær sem er og hvað sem er. Það þýðir að sama hvað maður vill spila þarf maður bara að læra og kaupa eitt kerfi. Character creation í GURPS inniheldur ekki nein teningaköst (nema maður búi til character sem er 50 ára eða eldri en sú regla er asnaleg svo við sleppum henni!). Spilarar fá ákveðinn fjölda punkta til að eyða í hina ýmsu kosti charactersins og geta fengið fleiri punkta (innan marka) með því að búa hann göllum. Þetta býður manni upp á mikinn sveigjanleika í persónusköpun enda er GURPS algerlega class-laust kerfi.

Characterar hafa bara fjögur grunn Stats: Strength, Dexterity, Intelligence og Health. Út frá þessum tölum eru örfá grundvallar atriði reiknuð á einfaldan hátt. Ef character reynir að framkvæma aðgerð (sem GM telur ekki heppnast sjálfkrafa) þarf spilarinn að rúlla þremur sex hliða teningum, 3d6 en kallað 3d í GURPS því einu teningarnir sem eru notaðir eru d6. Sama hvað er gert er nánast alltaf rúllað 3d6 til að sjá hvort eitthvað heppnast. Hvort sem characterinn beitir grundvallar attribute eins og DX eða IQ eða notar skill, kvarðinn er sá sami. Hvort sem þú ætlar að opna lás, skjóta af skammbyssu, rifja upp atferli vampíra, kasta þér frá árás eða bægja frá þér hræðslu er rúllað 3d6 og reynt að fá lágt.

Kosturinn við að nota 3d6 er sá að líkurnar á að hver tala komi upp er ekki línuleg. Líklegast er að 10 komi upp á teninginn en critical failure sem gerist á 17 og 18 að jafnaði gerist bara í 1,5% tilfella. Ennfremur þýðir það að auðveld verkefni er ekki mun erfiðara að leysa þótt maður hafi bara miðlungs skill level. Há skill gera manni hinsvegar mun auðveldara að leysa erfið verkefni sem væri ólíklegt að leysa með miðlungsháu skilli.

Galdrar virka í raun eins og skills. Ef einhver er ekki sáttur við þetta eða þetta stemmir ekki við hugmyndir ykkar um heiminn sýnir það sveigjanleika kerfisins að þessu er auðbreytt. Galdrar geta alveg eins verið meðfæddur eða áunnin innbyggður hæfileiki og er það stundum notað.

Snilldin við GURPS er sú að þetta er kerfi. Það er fullt af reglum en þær eru alltaf keimlíkar svo að auðvelt er að muna. Til að tryggja að kerfið sé ekki flóknara en fólk vill er Combat kerfinu skipt í tvo hluta Basic og Advanced. Basic er of einfallt fyrir minn smekk en Advanced er komið með reglur til að nota hexa-kort og fígúrur og þess vegna of-nákvæmt fyrir flest not. Þessvegna spilum við félagarnir almennt blöndu úr þessu, notum megnið af reglunum úr advanced en sleppum þeim sem við nennum ekki að nota.

Sjálfum finnst mér combat kerfið í GURPS frábært. Það eru helst tvær ástæður sem gleðja mig. Annarsvegar notar kerfið 1 sekúndu sem grundvallar tímaeiningu sem er hárrétt því þetta er auðmælanleg eining. Það getur nefnilega margt gerst á 1 sekúndu í bardaga en samt ekki það mikið að maður sé að gera marga hluti undir venjulegum kringumstæðum á einu turni. Þetta skekkir t.d. Cyberpunk því að til að vinna með 3,2 sekúndur (?!) sem grunneiningu í combat þurfa þeir að afbaka öll stats um skotvopn sem dæmi.

Hitt sem mér líkar er hve vel allt sem kemur að skotvopnum heppnaðist í GURPS. Ég var með mikla byssudellu og pældi mikið í þessu um tíma. Þetta lýsir GURPS kerfinu vel því þeir brutu hárrétt hvað skotvopn gera niður í mikilvægustu þættina þannig að stattin, sem kannksi líta út fyrir að vera flókin, urðu mjög auðveld í allri meðhöndlun. Þetta er alls ekki fullkomið en mun miklu betra en allt annað sem ég hef kynnst.

Þetta er allavega allt sem ég man í bili. Ég vona að þeir sem nenntu að lesa þetta skilji betur núna um hvað GURPS snýst og afhverju ég er svo heillaður.