Svona í tilefni þess að félagi minn Fnord sendi inn grein um Fuzion langar mig bara að koma eftirfarandi á framfæri svona til fróðleiks fyrir þá sem ekki þekkja það.
Fuzion er amalgam af Interlock kerfinu sem Talsorian Games samdi og notaði í Cyberpunk 2nd edition og Hero Games ofurhetjureglunum. Því er ætlað að vera einfaldara “generic” kerfi en GURPS, og einnig meira cinematic.
Fuzion 5,02 er fáanlegt endurgjaldslaust á netinu fyrir þá sem vilja. Einnig er hægt að nálgast ýmsar viðbætur sem netverjar hafa samið (má þá sérstaklega nefna ConkleFuzion og Atomik Fuzion).
Kerfið hefur nú þegar verið notað í eina útgáfu af Champions New Millenium ofurhetjukerfinu og í nokkur Anime spil, Armored Trooper Votoms, Dragon Ball Z og Bubblegum Crisis.
Mike Pondsmith, aðalhöfundur RTG, er nú að skrifa Cyberpunk V3 sem er næsta útgáfa af Cyberpunk kerfinu. V3 notar að sjálfsögðu Fuzion reglurnar. V3 á skv. heimasíðu RTG, að koma út núna í Ágúst, en í svari við fyrirspurn sem ég sendi til þeirra kemur fram að einhver seinkun gæti orðið á því vegna anna hjá Mike en hann vinnur við að forrita tölvuleiki fyrir Microsoft.
Ég og hópurinn minn höfum verið að nota Fuzion í rúmt ár þegar við spilum Cyberpunk og það hefur reynst nokkuð vel. Auðvitað eru einhverji hnökrar á því en ekkert sem ekki má lagfæra.
Ég mæli eindregið með því að þeir sem hafa áhuga á Cyberpunk, eða hafa áhuga á að prófa það, prófi Fuzion.
N.b. fyrir þá sem ætla að sækja sér eintak þá mæli ég einnig með því að þið náið ykkur í útgáfu 4.4.3 sem er allur reglukaflinn úr Champions bókinni. Hann var gefinn út á netinu sem “teaser” fyrir Champions og til að kynna Cyberpunk spilurum Fuzion. Það er ýmislegt þar sem ekki er að finna í útg. 5,02.

Rúnar M.